Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 14

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 14
14 S K I PA S M Í Ð A R Deloitte & Touche hefur skilað iðnaðar- ráðuneyti, Samtökum iðnaðarins og Málmi, samtökum fyrirtækja í málmiðnaði, skýrslu um samkeppnisstöðu skipaiðnaðar á Ís- landi. Tilgangur verk- efnisins var að afla þekkingar á starfsskil- yrðum skipaiðnaðar í helstu samkeppnis- löndum Íslands. Í skýrslunni er lagt mat á æskilega þróun skipaiðnaðar hér á landi og lagðar fram tillögur að úrbótum. Á undanförnum árum hafa ver- ið miklar sveiflur í skipasmíða- iðnaði á Íslandi og það hefur gert greininni far erfitt fyrir. Í skýrslu um samkeppnisstöðu skipaiðnað- ar sem kynnt var fyrir stuttu kemur m.a. fram að sveiflur í gengi krónunnar hafi veikt sam- keppnisstöðu iðnaðarins og hátt vaxtastig og erfiðleikar við öflun rekstrarfjár og fjármögnun verk- efna hafi einnig veikt iðnaðinn. Fram kemur í skýrslunni að kostnaður við útseldan tíma á Ís- landi sé hins vegar með því lægsta í Norður-Evrópu. Þá kem- ur einnig fram að meðalaldur ís- lenska bátaflotans sé mjög hár og miklar tímabundnar sveiflur hafi einkennt endurnýjun flotans. Ef eingöngu er miðað við innan- landsflotann er ljóst, samkvæmt skýrslunni, að skipaiðnaðurinn býr við mikla umframafkasta- getu. Helstu niðurstöður Það var Deloitte & Touche sem vann umrædda skýrslu um skipa- smíðaiðnaðinn fyrir Samtök iðn- aðarins, Iðnaðarráðuneytið og Málm – samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Niður- stöður skýrslunnar eru um margt athyglisverðar. Orðréttar eru nið- urstöðurnar þessar: 1. Undanfarin ár hefur skipa- iðnaðurinn búið við verulegan samdrátt, jafnt í veltu sem mann- afla, sem hefur veikt greinina til muna. Sem dæmi um samdrátt má nefna að árin 1987 til 1994 nam hann 60% en tekjur hafa heldur vaxið síðan. Mjög sveiflu- kennd umsvif hafa einkennt greinina. 2. Lágt raungengi íslensku krónunnar hefur veikt mjög sam- keppnisstöðu greinarinnar. Síðast- liðið ár hefur staðan batnað með hækkuðu raungengi. Sveiflur í gengi skapa mjög erfiða sam- keppnisstöðu. 3. Helstu annmarkar á starfs- umhverfi skipaiðnaðarins er hátt vaxtastig, erfiðleikar við öflun rekstrarfjár og fjármögnun verk- efna. Þar sem ber mest á milli skipaiðnaðar á Íslandi og í sam- keppnislöndum er aðgengi að fjármagni og ábyrgðum hjá út- flutnings-og tryggingalánasjóð- um. Mikilvægastar eru ábyrgðir vegna sölusamninga. 4. Kostnaður við útseldan tíma á Íslandi er með því lægra sem þekkist í norðanverðri Evrópu og ætti að gefa svigrúm til aukinnar samkeppnishæfni um verkefni. 5. Skipaiðnaðinum stendur ógn af kvótasamdrætti, samþjöppun í útgerð og samkeppni við nýsmíði í láglaunalöndum. 6. Fimmtán fyrirtæki eiga upp- tökumannvirki en af þeim eru 7- 8 með einhverja starfsemi að gagni um þessar mundir. Átta þeirra hafa einhvern tímann Verkefni íslenskra skipasmíðastöðva síðustu árin eru fyrst og fremst viðhaldsverkefni. Hér má sjá hafrannsóknaskipið Árna Friðriksson í flotkvínni í Slippstöðinni á Akureyri. Myndin var tekin í september sl. Skýrsla um samkeppnisstöðu skipaiðnaðar á Íslandi: Erfiðleikar – en ákveðin sóknarfæri

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.