Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 15

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 15
15 stundað skipasmíði. Veruleg um- framafkastageta er í upptöku skipa og þjónustu við þau ef ein- vörðungu er miðað við innlenda flotann. 7. Engin nýsmíði hefur verið unnin fyrir erlenda kaupendur fyrr en í lok síðastliðins árs. Ástæður þess eru væntanlega tak- mörkuð markaðssetning, óhag- stætt gengi fram til þessa og erfið erlend samkeppni, m.a. vegna niðurgreiðslna í samkeppnislönd- um. 8. Skipasmíðar innanlands hafa verið takmarkaðar undanfarin tíu ár. Stærsta fyrirtækið í smíði nýrra skipa á þessum tíma hefur verið Ósey í Hafnarfirði. Síðast- liðin 20 ár hefur um helmingur nýrra skipa íslenska fiskiskipa- flotans verið smíðaður hér á landi, en markaðshlutdeild talsvert minni miðað við rúmtak. Ástæð- an er sú að innanlands hafa nær eingöngu verið smíðuð skip undir 25 m undanfarinn áratug. 9. Mjög miklar sveiflur hafa einkennt endurnýjun flotans en ekki jöfn endurnýjun. Ytri að- stæður, svo sem breytingar í fisk- veiðistjórnun og annað tengt ýmsum stjórnvaldsákvörðunum ásamt sérstökum markaðsaðstæð- um, hafa stýrt endurnýjun flot- ans. 10. Meðalaldur bátaflotans er mjög hár. Margir bátar eru í raun verðlausir og ekki seljanlegir á al- þjóðamarkaði. Meðalaldur báta af stærðinni 51-500 brl. er nærri 30 ár. Margir þeirra eru komnir fram yfir eðlilegan líftíma, en hins vegar ber þó að geta að margir hafa verið endursmíðaðir að miklu leyti. Gerlegt ætti að vera að smíða báta af stærðinni 20-40 m að lengd. Færeyjar eru vænleg- ur markaður, eins Írland og jafn- vel Skotland svo og fleiri lönd við NA-Atlantshaf. 11. Suður-Kórea hefur sótt mjög fram á alþjóðlegum mark- aði á síðustu árum og hefur nú um 40% markaðshlutdeild á heimsvísu. Næstir eru Japanir með svipaða hlutdeild en Evrópa í heild sinni er hálfdrættingur með um 20% markaðshlutdeild. Út- flutningur er ríkur þáttur í skipa- iðnaði í flestum samkeppnislönd- um. 12. Beinir ríkisstyrkir til skipa- smíða eru ekki lengur leyfðir inn- an ESB og EES. Þeir voru allt að 28% fyrir 15 árum en hafa numið um 9% frá árinu 1992. 13. Ríkisstyrkir til skipasmíða í ESB-löndum voru lagðir af frá ársbyrjun 2001. Síðan hefur að- eins verið heimilt að vinna við skip sem höfðu áður verið pöntuð fyrir þann tíma en þó ekki lengur en til ársloka 2003. Margar pant- anir liggja því fyrir hjá evrópsk- um skipasmíðastöðvum og sú Skýrsla um samkeppnisstöðu skipaiðnaðar kynnt á fundi með fréttamönnum í Slippstöðinni á Akureyri. Frá vinstri: Ingólfur Sverrisson, Samtökum iðnaðarins, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Theodór Blöndal, formaður Málms og Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Ótvírætt er til þekking á smíði fiskiskipa og útgerð og hér á landi er notuð nýjasta tækni í búnaði og tækjum skipa,” segir m.a. í skýrslunni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.