Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 16

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 16
16 S K I PA S M Í Ð A R staða getur veitt íslenskum skipa- iðnaði tímabundið sóknarfæri. 14. Þó að ríkisstyrkir hafi verið afnumdir verður heimilt að veita styrki til skipaiðnaðarins vegna rannsókna og þróunar og á grunni almennra byggðastyrkja eftir árs- lok 2003. Efling Tryggingasjóðs útflutningslána Af samtölum við forsvarsmenn skipasmíðastöðvanna má ráða að töluvert hefur verið að gera í við- haldsverkefnum að undanförnu, en sem fyrr er lítið um nýsmíðar. Framundan eru viðhaldsverkefni, en þegar til margra mánaða er lit- ið eru menn nokkuð áhyggjufull- ir. Þess vegna segja skipasmíða- menn að í auknum mæli verði að horfa út fyrir landsteinana. En til þess þarf umtalsvert fjármagn og eflingu Tryggingasjóðs útflutn- ingslána. Í áðurnefndri skýrslu er lagt mjög eindregið til að sjóður- inn verði efldur þannig að t.d. skipasmíðaiðnaðurinn eigi auð- veldara með fjármögnun útflutn- ingsverkefna og samningsgerð. „Vegna almennra jafnræðissjónar- miða,” segir í skýrslunni, „þarf að gera innlendum aðilum kleift að njóta sömu kjara í fjármögnun skipasmíðaverkefna hvort sem skipt er við erlendar stöðvar eða innlendar. Til að viðunandi ár- angur náist þarf að koma á sam- starfi viðskiptabankanna og enn- fremur Tryggingasjóðs útflutn- ingslána. Sjóðurinn myndi veita endurgreiðsluábyrgð og ennfrem- ur ábyrgð á afhendingu, þ.e. skilatryggingu, sem síðan yrði nýtt til að fjármagna smíðaverk- efni á samkeppnishæfum vöxtum fyrir milligöngu viðskiptabanka.” Ýmsar tillögur Lagt er til í skýrslunni að aukið verði formlegt samstarf innan hérlends skipasmíðaiðnaðar og við hönnuði skipa. Til þess að unnt sé að bjóða heildarlausnir og ná meiri árangri í útflutningi sé mikilvægt að koma á öflugu sam- starfi hönnuða, skipasmíðastöðv- Óhætt er að segja að nýsmíðar skipa hafi verið mjög takmarkaðar síðasta áratuginn, en miðað við áhuga erlendra kaupenda á nýsmíði frá Ósey er vonandi að eitthvað sé úr að rætast. Eins og er eru átta skip í pöntun hjá Ósey, fjögur til Færeyja, þrjú til Írlands og eitt er fyrir íslenskan aðila. Af tuttugu skipum sem voru smíðuð hér á landi síðustu ellefu ár hafa sex verið smíðuð hjá Ósey, þar af fjögur á árinu 1999. Átta af þeim níu skipum sem hafa verið smíðuð sl. þrjú ár hafa pólska skrokka. Það segir sína sögu að síðustu stóru skipin, sem svo má kalla, voru smíð- uð í Slippstöðinni á Akureyri árin 1991 og 1992. Þetta voru Bylgja VE og Þórunn Sveinsdóttir VE. Hins vegar var mjög líflegt í nýsmíði á árunum 1987 til 1990. Þá voru smíðuð 44 skip, mest 9,9 tonna bátar til strandveiða. Á þessum árum voru einnig smíðuð þrjú raðsmíðaskip auk Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Á árunum 1990 til 2001 komu í það minnsta 50 nýsmíðuð skip erlendis frá, þar af 20 frá Noregi, 15 frá Póllandi og 12 frá Kína. Ef aldur íslenska skipastólsins er skoðað- ur kemur í ljós að hann er kominn til ára sinna – meðalaldur alls flotans er um 20 ár og ef horft er til báta á stærðarbilinu 50- 500 brl. er meðalaldurinn nálægt 30 árum. Í desember sl. voru rösklega 1000 skip á skrá hér á landi, þar af er um fjórðungur smíðaður á síðasta áratug. Um 55% skipanna eru smíðuð á árun- um 1971-1990 og um 20% frá 1940-1970. Íslenski skipastóllinn er kominn til ára sinna – meðalaldur hans er tuttugu ár. Ef bara er hins vegar litið til bátaflotans er meðalaldurinn um 30 ár. Flotinn er farinn að eldast

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.