Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2002, Side 17

Ægir - 01.08.2002, Side 17
17 S K I PA S M Í Ð A R anna, markaðsfyrirtækja og fjár- mögnunarfyrirtækja. Þá er lagður til stuðningur hins opinbera við endurbætur og hag- ræðingu fyrirtækja í skipaiðnaði, m.a. með því að koma á virku gæðaeftirliti og umbótum í fram- leiðsluferlinum. „Best væri að koma á átaksverkefni á grundvelli gæðakerfis sem Samtök iðnaðar- ins hafa þróað. Þá gætu fyrirtæk- in sótt um aðstoð fyrir skilgreind verkefni til að bæta samkeppnis- hæfni sína,” segir m.a. í skýrsl- unni. Einnig er getið um nauðsyn þess að koma á formlegu sam- starfi skipaiðnaðarins og stjórn- valda um framkvæmd opinberra útboða vegna kaupa á nýsmíði og/eða þjónustu. Verkmenntun ekki átt upp á pallborðið Og þá er síðast en ekki síst getið í skýrslunni um nauðsyn á öflugri menntun starfsmanna í skipa- smíðaiðnaðinum og símenntun taki mið af tækniþróuninni, gæðakröfum og aukinni fram- leiðni. „Verkmenntun hefur ekki átt upp á pallborðið á undanförn- um misserum og það þarf hugar- farsbreytingu hjá fjármála- og menntamálayfirvöldum þannig að settir verði meiri fjármunir í verkmenntun í þessum greinum. Ég veit að iðnaðarráðherra mun standa fast með okkur í þessum efnum. Stjórn Málms fjallaði um það fyrir stuttu að ef við ætluðum að nýta tækifærið til útflutnings, hvort sem er í sölu á vélum og tækjum eða skipasmíðum, þá verðum við að hafa vel menntað og hæft starfsfólk,” segir Ingólfur Sverrisson, deildarstjóri hjá Sam- tökum iðnaðarins. Í skýrslunni er rætt um ímynd skipasmíðaiðnaðarins og er sett fram sú skoðun að henni þurfi að sinna betur. „Ímynd greinarinnar svo og annarra iðnmenntagreina er viðfangsefni sem sinna þarf enn betur og meira afgerandi hætti en verið hefur. Það tengist líka því viðfangsefni Samtaka iðnaðarins að efna til ráðstefnu, funda og sí- felldrar kynningar um nám, tæki- færi og framtíð iðngreina. Þar eru mikil áform í undirbúningi og verður í þeim efnum tekið mið af vinnubrögðum og reynslu systur- samtaka iðnaðarins í nágranna- löndunum.” Vænlegt að smíða skip fyrir erlendan markað? Eins og áður segir hefur verið mjög lítil spurn eftir nýsmíði hér innanlands. Og sem meira er að aðeins eitt fyrirtæki, Ósey í Hafn- arfirði, vinnur um þessar mundir að nýsmíði. Í kafla skýrslunnar um stöðu hérlends skipasmíða- iðnaðar um þessar mundir segir að vænlegt sé að nýta skrokka- smíði erlendis en hér heima verði byggt yfir þá og tæki og búnaður settur um borð. Þetta er sú leið sem hefur verið farin í nágranna- löndunum með góðum árangri. „Nýsmíði fyrir erlendan markað er vænlegur kostur,” segir í skýrslunni. „Ótvírætt er til þekk- ing á smíði fiskiskipa og útgerð og hér á landi er notuð nýjasta tækni í búnaði og tækjum skipa. Einnig vekur athygli nýtilkom- inn áhugi smáútgerða í nágranna- löndunum á að láta smíða skip sín hér á landi.” Skýrsluhöfundar telja lag nú um stundir að ís- lenskar skipasmíðastöðvar hasli sér völl á alþjóðamarkaði, en til þess þurfi þær stuðning sem eins og áður segir þarf m.a. að nást í gegnum Tryggingasjóð útflutn- ingslána. Lengi búið við erfið starfsskilyrði Theodór Blöndal, formaður Málms, segir að sveiflur í gengi og verðlagi fari alveg sérstaklega illa með skipasmíðaiðnaðinn. „Það tekur áratugi að byggja upp öfluga skipasmíðastöð, en það tekur ekki langan tíma að eyði- leggja hana. Þess vegna eru sveifl- ur í iðnaðinum fljótar að ganga að iðnaðinum dauðum. Og því má ekki gleyma að skipasmíðaiðnað- urinn hefur lengi búið við mjög erfið starfsskilyrði vegna niður- greiðslna og ríkisstyrkja í sam- keppnislöndunum. Við munum aldrei keppa við ríkisstyrki stærri þjóða og það vekur vonir að á þessum málum hefur verið tekið í löndum innan ESB,” segir Theo- dór. Hann segir mikils virði að áðurnefnd skýrsla um skipasmíða- iðnaðinn liggi fyrir. „Menn kunna að velta fyrir sér hvað ætlunin sé að gera með enn eina skýrsluna. Í skýrslunni eru ítarlegar upplýs- ingar um stöðuna og hvað þarf að gera til þess að bæta úr. Öll um- gjörð um skipasmíðaiðnaðinn hefur breyst gríðarlega mikið og þar er engum einum um að kenna. Kvótasetningin á sínum tíma var okkur erfið. Ég tel mjög raunhæft fyrir okkur Íslendinga að kaupa hingað skipaskrokka eftir okkar teikningum og vinna síðan áfram með þá hér á landi. Því auðvitað er það svo að gífur- leg vinna er eftir þegar búið er að smíða sjálfan skrokkinn,” segir Theodór. „Stjórn Málms fjallaði um það fyrir stuttu að ef við ætluðum að nýta tækifærið til útflutnings, hvort sem er í sölu á vélum og tækjum eða skipasmíðum, þá verðum við að hafa vel menntað og hæft starfsfólk,” segir Ingólfur Sverrisson hjá Samtökum iðnaðarins. Fiskislóð 14 • 101 Reykjavík • Sími 5200 500 isfell@isfell.is • www.isfell.is Við kappkostum að bjóða gæðavörur á góðu verði Hafðu samband við sölumenn H N O T S K Ó G U R Í N 5 0 4 E -0 2 Lásar

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.