Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2002, Page 18

Ægir - 01.08.2002, Page 18
18 T Æ K N I „Ég byrjaði ásamt syni mínum árið 1985 að þróa hryggja- eða sundmagavél heima í bílskúr. Fyrstu vélina seldum við til KASK á Hornafirði árið 1988. Við færðum okkur síðan yfir í þróun á vél sem við köllum 950 – fésavél. Þeirri vél og reyndar einnig hryggjavélinni var mjög vel tekið og fljótlega gátum við komið undir okkur fótunum og farið að kaupa verkfæri!,” segir Árni þegar hann rifjar upp fyrstu skref fyrirtækisins fyrir sautján árum. Um 150 fésavélar Fésavélin er undravert tæki sem þrælvirkar, eins og það er kallað. Á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi gafst fólki kostur á að sjá með eigin augum hvernig vél- arnar virka og menn ráku al- mennt upp stór augu. Fésavélinni lýsir Árni svo: „Vélin tekur fisk- hausinn, slítur úr honum tálknin og sker krummann úr honum. Eftir eru kinnar sem hanga saman á neðri skoltinum. Þessi afurð er síðan söltuð og seld til Portúgal. Ég man að þegar ég byrjaði að þróa þessar vélar og framleiða var ekki spáð vel fyrir mér. Mér var tjáð að ég myndi vart geta fram- leitt meira en tvær vélar, því markaðurinn væri einungis um 200 tonn. Annað hefur komið á daginn því vélin sem ég sýndi á sjávarútvegssýningunni í Kópa- vogi var númer 151 og hún seld- ist strax eins og aðrar vélar sem ég sýndi á sýningunni. Hryggja- vélina hef ég verið að styrkja og bæta á undanförnum árum. Hún seldist strax ágætlega og mönn- um hefur líkað mjög vel við nýj- ustu útfærslu vélarinnar,” segir Árni. Nýjasta vélin vekur mikla athygli Nýjasta vél Á M Sigurðssonar er nýlega komin í það horf sem hönnuðurinn hefur keppt að í hartnær áratug. „Þessi vél slítur klumburnar frá fiskhausnum. Sömuleiðis gellar hún hausinn og slítur kinnarnar frá honum. Það má því segja að vélin sundurhluti allan hausinn. Ég myndi vilja orða það svo að þessi vél sé Á.M. Sigurðsson: Vöruþróunin skiptir öllu máli Fyrirtækið Á M Sigurðsson ehf. að Hvaleyrarbraut 2 í Hafnarfirði hefur ekki farið mjög hátt í fjölmiðlum á undanförnum árum. Þar hefur þó verið unnið merkilegt þróunarstarf sem hefur skilað sér í athyglisverð- um fiskvinnsluvélum, sem hafa sótt mjög í sig veðrið á markaðnum. Á M Sigurðsson er ekta fjölskyldufyrirtæki þar sem fjölskyldufaðirinn, Árni M. Sigurðsson, er hugsuðurinn á bak við vélarnar og hefur í raun sett allt sitt í að þróa þær og framleiða. „Hryggjavélina hef ég verið að styrkja og bæta á undanförnum árum. Hún seldist strax ágætlega og mönnum hefur líkað mjög vel við nýjustu útfærsla vélarinnar,” seg- ir Árni. Nýjasta vél Á M Sigurðssonar – vél sem hefur verið í þróun í hartnær áratug. „Hún á að mínu mati heima í öllum frystogurum og mér virðist að útgerðarmenn séu núna að átta sig á notagildi vélarinnar,” segir Árni.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.