Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2002, Page 19

Ægir - 01.08.2002, Page 19
19 T Æ K N I drottningin okkar. Hún á að mínu mati heima í öllum frystog- urum og mér virðist að útgerðar- menn séu núna að átta sig á nota- gildi vélarinnar. Margir komu til okkar í básinn á sjávarútvegssýn- ingunni og sýndu vélinni mikinn áhuga,” segir Árni og neitar því ekki að þróun þessarar nýjustu vélar fyrirtækisins hafi verið erf- iður tími. „Mjólkurpeningarnir og vel rúmlega það hafa farið í þessa miklu þróunarvinnu. Stað- reyndin er sú að þróun á slíkri tækni nýtur afskaplega takmark- aðs fjárstuðnings. Reyndar feng- um við stuðning frá Rannsókna- ráði ríkisins til þróunar á nýjustu vélinni, en í það heila nemur þró- unarkostnaður við hana um tutt- ugu milljónum króna,” segir Árni og viðurkennir að hann hafi oft verið kominn að því að gefast upp í þróunarvinnunni. Þrautseigjan hefur skilað sér Þessi ódrepandi þrautseigja Árna og fjölskyldunnar hefur þó fleytt fyrirtækinu í þann farveg sem það er þó komið í. Hér innanlands eru æ fleiri að uppgötva kosti vélanna og það sama á við um erlenda markaði. Núna eru átta manns sem starfa hjá Á M Sigurðssyni. „Það má segja að við smíðum allt í þessar vélar. Til dæmis breytum við mótorum og smíðum mót sem fyrirtækið Trefjar í Hafnarfirði steypir síðan í,” segir Árni. „Við vorum með þrjár vélar á sjávarút- vegssýningunni sem ég tel vera komnar í það horf sem við viljum sjá þær. Þessar vélar hafa sannað sig út um allan heim, frá Dutch Harbor í Alaska niður til Nýja Sjálands. Eldri vélarnar þykja orð- ið sjálfsagðar í mörgum saltfisk- verkunum hér á landi og ef nýja vélin þykir jafn sjálfsögð um borð í frystitogurunum verðum við á grænni grein,” segir Árni og brosir. Vörumerkið MESA Vörumerki Á M Sigurðssonar er „MESA”. Árni var spurður um söguna á bak við vörumerkið. „Þegar við vorum búnir að smíða nokkrar gerðir af vélum fórum við að ræða um hvaða nafn við ættum að setja á þær. Við brugð- um á það ráð að raða saman upp- hafsstöfum í nöfnum okkar í fjöl- skyldunni og út úr því púsluspili kom MESA. Ég heiti Árni Matthías og M-ið í MESA er sem sagt Matthías og A-ið stendur fyrir Árni. E-ið er Eygló kona mín og Erna dóttir mín og S-ið er Sigurður sonur minn.” Árni segist lítið hafa gert af því að taka þátt í sjávarútvegssýning- um. Þó hafi hann tekið þátt í fimm sýningum hér á landi, þar af þremur í Laugardalshöllinni og í síðustu tvö skipti í Smáranum. „Þegar maður lítur til baka voru þrjár fyrstu sýningarnar einskonar undirbúningssýningar. Á fjórðu sýningunni seldum við nokkuð vel og núna seldum við allar vél- arnar í básnum áður en við sett- um hann upp. Við fengum mikið af fyrirspurnum á sjávarútvegs- sýningunni í byrjun september sem lofar góðu og við sjáum fram á að það verður mikið að gera á næstunni,” segir Árni M. Sig- urðsson. Vélin tekur fiskhausinn, slítur úr honum tálknin og sker krummann úr honum. Eftir eru kinnar sem hanga saman á neðri skoltinum. Þessi afurð er síðan söltuð og seld til Portúgal. Árni Matthías Sigurðsson, framkvæmdastjóri og hönnuður hjá A M Sigurðssyni ehf.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.