Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 20

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 20
L A N D H E L G I S A F M Æ L I Jafnvel þótt ekki séu nema þrír áratugir síðan landhelgin var færð út í 50 mílur og innan við þrír áratugir frá útfærslu landhelginn- ar í 200 mílur, er farið að fenna verulega í sporin. Yngsta kyn- slóðin á Íslandi man takmarkað eftir þessum atburðum sem á sín- um tíma leiddu til þess að stjórn- málasamband milli Íslands og Bretlands rofnaði um tíma og kannski þykir fólki það allt að því sjálfsagður hlutur að hafa lögsögu yfir auðlindum hafsins 200 mílur frá landi. En það er síður en svo eðlilegur og sjálfsagður hlutur, baráttan fyrir þessum rétti þjóð- arinnar var erfið og tók á. Ís- lensku varðskipsmennirnir urðu þjóðhetjur, enda voru þeir í hlut- verki Davíðs að berjast við Golíat – stórveldið Bretland. Guðmund- ur Kjærnested, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, fór þar fremstur í flokki og varð smám saman tákn fyrir baráttuglaða Ís- lendinga sem létu sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Enginn fiskur er óhultur í sjónum Ægir hringdi í Guðmund, skip- herra, á þrjátíu ára afmæli út- færslu landhelginnar í 50 mílur. Greinilegt er að Guðmundur veltir töluvert vöngum yfir því á þessum tímamótum hvort menn hafi verið að berjast til einskis á sínum tíma til að ná yfirráðum yfir auðlindunum við Ísland. Þrátt fyrir að skipin séu mun færri á miðunum við landið en þegar Bretar og fleiri þjóðir sóttu grimmt á Íslandsmið, sé greini- lega minni fiskur við Ísland en í þá daga. „En kannski má segja að þetta sé ósköp eðlilegt. Á Íslensku sjáv- arútvegssýningunni í Kópavogi mátti sjá að gífurlegar framfarir hafa orðið í tækni við veiðarnar. Mér liggur við að segja að enginn einasti fiskur sé óhultur í sjónum og menn geta talið þá fiska og vigtað sem fara inn í trollin. Sölu- menn á sjávarútvegssýningunni sögðu mér að ef þessi tækni bilaði um borð í skipunum kæmu þau einfaldlega í land vegna þess að menn gætu ekki fiskað án hennar. Ég tel að skipin hafi verið tölu- vert fleiri í gamla daga á Íslands- miðum, en þau eru bara miklu af- Guðmundur Kjærnested, fyrrv. skipherra, undrast núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi: Ég hefði ekki staðið í þessu öll þessi ár ... Um þessar mundir eru liðin þrjátíu ár síðan landhelgin var færð út í 50 mílur. Af því tilefni komu saman til skrafs og ráðagerða nokkrir af þeim mönnum sem stóðu í eldlínunni hjá Landhelgisgæslunni á þess- um tíma. Margs er að minnast frá þorskastríðinu við Breta á síðustu öld, þegar landhelgin var færð út í 12 mílur árið 1958, í 50 mílur árið 1972-73 og 200 mílur árið 1975-76.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.