Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 22

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 22
22 O D D I H F. Á PAT R E K S F I R Ð I Góður gangur Ekki þarf að hafa um það mörg orð að fyrir Patreks- fjörð er gríðarlega mikilvægt að Oddi hf. gangi vel. Fyrirtækið er stærsti vinnuveitandi á staðnum með um 70 manns í vinnu. Þar af eru um 40 starfsmenn í landi. Fyrirtækið gerir út skipin Núp og Garðar, sem afla hráefnis fyrir vinnsluna í landi, auk þess sem Vestri BA, sem er í eigu Vestra ehf., móðurfélags Odda hf., leggur upp afla sinn hjá fyrirtækinu. Heildarkvóti Odda hf. og Vestra ehf. er um 1500 þorskígildistonn. Einnig kaupir Oddi umtalsvert magn af fiski á mörkuðum sem og af smábátum, fyrst og fremst yfir sumarmánuðina. Helmingur hlutafjár í fyrirtækinu er í eigu Vestra hf. – Jóns Magnússonar, skipstjóra, á Patreksfirði. Aðrir eigendur eru m.a. Olíufélagið, VÍS og Trygg- ingamiðstöðin. Á Patreksfirði búa rösklega 700 manns – en í Vesturbyggð eru íbúarnir um 1250. Vinnsla Odda hf. er þrennskonar. Í fyrsta lagi saltfiskvinnsla, í öðru lagi frysting og í þriðja lagi útflutningur á ferskum fiski – svokölluðum flugfiski. Saltfiskvinnsla Oddi hf. hefur frá stofnun 1967 starfrækt saltfisk- vinnslu og var fyrirtækið m.a. stofnað til þess á sín- um tíma. Vörumerki félagsins er „OPO” og er það vel þekkt á saltfiskmörkuðum erlendis, en helstu markaðslönd eru Spánn, Ítalía og Grikkland. Einnig hefur lítillega verið framleitt fyrir Portúgalsmarkað úr dragnóta- og netafiski. Oddi hf. framleiðir um 500 tonn af saltfiskafurðum á ári og er stærsti hluti framleiðslunnar flattur þorskur. Í saltfiskverkuninni er áhersla lögð á gæðaeftirlit. Stærsti hluti saltfiskaf- urða Odda hf. er seldur í gegnum smærri umboðsað- ila á Íslandi, auk þess sem hluti afurðanna er seldur beint til viðskiptaaðila á Spánarmarkaði. Oddi hf. er burðarfyrirtæki í atvinnulífinu á Patreksfirði: Leggjum áherslu á stöð- uga atvinnu allt árið - segir Sigurður V. Viggósson, framkvæmdastjóri Odda hf. Starfsmenn við flæði- línuna í frystihúsi Odda hf. Mynd: Halldór Leifsson. Af opinberri umræðu væri hægt að ímynda sér að sjávarútvegur ætti yfir línuna mjög í vök að verjast á Vestfjörðum. Svo er þó ekki. Sum fyr- irtæki hafa vissulega gengið miður vel og lagt upp laupana, en önnur hafa gert það ljómandi gott. Burðarfyrirtækið í atvinnulífinu á Patreks- firði er útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Oddi hf. og rekstur þess hefur gengið prýðilega á undanförnum árum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.