Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2002, Side 23

Ægir - 01.08.2002, Side 23
23 O D D I H F. Á PAT R E K S F I R Ð I Frysting Minnsti fiskurinn og millifiskur fer í frystingu hjá Odda hf. Fyrirtækið hefur verið stærsti framleiðandi steinbíts á Íslandi og er þessi vinnsla mikilvæg fyrir frystinguna. Samdráttur í steinbítsveiðum, eftir að hann var kvótasettur, hefur þó gert mönnum nokkuð erfitt fyrir. Stærstur hluti steinbítsafurða fer á Frakk- lands- og Þýskalandsmarkað sem millilögð flök roð- laus með beini. Sömuleiðis er töluvert flutt út á Bandaríkjamarkað. Stærstur hluti þorskframleiðslunnar fer á markað í Bandaríkjunum og eru það roðlaus og beinlaus flök og flakabitar, einnig fer nokkur hluti á markað á Spáni og til Bretlands. Einnig frystir Oddi hf. nokkuð af ýsu, sem fer á Bandaríkjamarkað bæði frosið og í flug. Útflutningur á „flugfiski” vaxandi þáttur Útflutningur Odda hf. á svokölluðum flugfiski hefur gengið prýðilega. Halldór Leifsson, útgerðarstjóri Odda hf., segir þetta mikilvæga viðbót við frysting- una og verkun á saltfiski. „Við erum að keyra með fiskinn suður á Keflavíkurflugvöll oft í viku – þetta er um 400 kílómetra leið. Einstaka sinnum fara bíl- arnir um borð í Breiðafjarðarferjuna Baldur, en yfir- leitt er þeim ekið eftir þjóðveginum alla leið suður. Þessi vinnsla er vaxandi í okkar starfsemi og ég sé fyrir mér að hún eigi enn eftir að aukast,” segir Hall- dór. Langstærsti hluti ferskfiskframleiðslunnar er unn- inn úr þorski eða um 95% og þar af er um helming- ur hnakkastykki fyrir Bretlandsmarkað. Þriðjungur Sigurður V. Viggósson lætur til sín taka víðar en í sjávarútvegi. Eftir um áratugs hlé frá sveitarstjórnarstörfum tók hann slaginn í síðustu kosningum og skipaði efsta sæti á lista Samstöðu, sem nú er í minnihluta sveitarstjórnar. Þessi mynd var tekin af Sigurði á Akureyri á dögunum þar sem hann var í hlutverki sveitarstjórnarmannsins og sótti landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mynd: Óskar Þór Halldórsson Garðar BA, sem er eitt af Kínaskipunum svokölluðu, er gerður út af Odda hf. Mynd: Halldór Leifsson. Vestri BA er í eigu Vestra ehf., móðurfélags Odda hf., en leggur upp afla sinn hjá fyrirtækinu. Mynd: Halldór Leifsson.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.