Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 24

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 24
24 O D D I H F. Á PAT R E K S F I R Ð I framleiðslunnar er flök með roði og beinum fyrir Bretland og um 20% framleiðslunnar eru flök fyrir Bandaríkjamarkað. Ferskfiskinn selur Oddi hf. fyrst og fremst í gegn- um sölunet Sæmarks – sjávarafurða. „Þessi þáttur í rekstri Odda hf. hefur gengið ágæt- lega. Við erum búnir að vera í þessu í nokkur ár og umfangið hefur aukist töluvert, líklega hefur árleg aukning verið um 20%. Flugið er óneitanlega tölu- vert viðkvæmt, tíminn er skammur til þess að koma vörunni ferskri á markað og því verðum við að vanda okkur í öllu ferlinu, frá veiðum og þar til varan er komin á borð neytenda erlendis. Þess vegna er mikil- vægt að skipin séu í stuttum túrum þannig að hrá- efnið sé sem ferskast og best,” segir Sigurður V. Viggósson, framkvæmdastjóri Odda hf. Margir Pólverjar í vinnu „Við höfum ekki getað mannað alla vinnsluna hjá okkur með heimafólki – um helmingur vinnuaflsins er útlendingar. Hér vinna Pólverjar, sumir þeirra eru búnir að vera hér í mörg ár og hafa sest að á staðnum. Þetta er út af fyrir sig ekki ólíkt því sem var þegar ég var strákur því þá vann hér verkafólk frá Ástralíu,” segir Halldór Leifsson. „Patreksfjörður er vissulega þjónustukjarni fyrir nágrannabyggðir; sveitina, Tálknafjörð og Bíldudal. Hér er heilsugæsla, sýslu- manns- og lögregluembætti og bæjarskrifstofur fyrir Vesturbyggð. Í þessum störfum er heimafólk og því höfum við þurft að leita eftir erlendum vinnukrafti í fiskvinnsluna,” segir Halldór. Ekki tekið þátt í fjölmiðlaumræðunni „Það er rétt að fyrirtæki okkar hefur ekki verið áber- andi í umræðunni. Við höfum valið að vera ekki mikið í fjölmiðlaumræðunni,” segir Sigurður, fram- kvæmdastjóri Odda hf. „Reksturinn hefur gengið ágætlega á síðustu árum. Við höfum farið varlega í fjárfestingum, í stórum dráttum höfum við haft það að leiðarljósi að fjárfestingarnar skili okkur arði inn- an árs. Við leitumst við að hafa reksturinn sveigjan- legan, að því leyti að við tökum púlsinn á markaðn- um á hverjum degi og högum vinnslunni eftir því. Við verðum á hverjum tíma að framleiða þær vörur sem seljast á markaðnum, annað gengur ekki upp. Ég tel að eins og er sé fyrirtækið hæfilega stórt til þess að unnt sé að hafa sýn yfir alla þætti reksturs- ins,” segir Sigurður. Mikilvægt að hafa ekki öll eggin í sömu körfu Velta Odda hf. var nálægt einum milljarði króna á síðasta ári og var rekstrarhagnaður um 40 milljónir króna. Næstu tvö ár á undan var sömuleiðis hagnað- ur af rekstrinum. „Við höfum unnið með kvótakerfinu, en ekki á móti. Það hefur ekkert upp á sig að vera að berja hausnum við steininn. Kerfið er eins og það er og þá þarf að vinna út frá því,” segir Halldór útgerðarstjóri. Hann telur afar mikilvægt í rekstri Odda að hafa ekki öll eggin í sömu körfu. Ef miður gengur í einni grein, er aukin áhersla á aðrar. „Við leggjum sem sagt áherslu á að dreifa áhættunni og það hefur verið að skila sér,” segir Halldór og getur einnig um þá miklu áherslu sem Oddi hf. hefur alltaf lagt á gæði hráefnisins. „Hér vinna Pólverjar, sumir þeirra eru búnir að vera hér í mörg ár og hafa sest að á staðnum. Þetta er út af fyrir sig ekki ólíkt því sem var hér þegar ég var strákur því þá vann hér verkafólk frá Ástralíu,” segir Halldór Leifsson, útgerðarstjóri Odda hf.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.