Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 25

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 25
25 O D D I H F. Á PAT R E K S F I R Ð I Samstarf við Tálknfirðinga Oddi hf. hefur átt farsælt og náið samstarf við ná- granna sína í Þórsbergi ehf. á Tálknafirði. Sigurður Viggósson segir að fyrir nokkrum árum hafi komið til tals að sameina þessi fyrirtæki, en frá því hafi ver- ið horfið og ákveðið að fyrirtækin myndu vinna náið saman. Sú niðurstaða hafi verið farsæl fyrir bæði fyr- irtæki. „Samstarfið er báðum fyrirtækjum mikill styrkur. Það segir sína sögu um samvinnuna að sömu menn eru í stjórnum beggja fyrirtækja,” segir Sig- urður. Hann segist ekki sjá fyrir sér stórar breytingar í rekstri Odda hf. á næstu árum. „Ég hef ekki trú á því að við förum á markað, eins og mörg sjávarútvegsfyr- irtæki hafa farið. Ég tel það algjört lykilatriði að Oddi hf. er að stórum hluta í eigu heimamanna og það tryggir ákveðinn stöðugleika í rekstri fyrirtækis- ins og fyrir byggðina hér á Patreksfirði. Staðreyndin er sú að byggðarlag eins og Patreksfjörður stendur eða fellur með burðarfyrirtæki eins og Odda hf. Við erum auðvitað stórir í atvinnulífinu á þessu svæði og finnum því til ákveðinnar ábyrgðar gagnvart fólkinu sem hér býr. Ég hef oft skilgreint okkur sem lítið heimafyrirtæki, sem hefur það að markmiði að halda uppi jafnri og stöðugri atvinnu allt árið með arðsöm- um hætti,” segir Sigurður. Byggjum mikið á þorskinum „Við settum okkur það markmið á sínum tíma að stækka um 10% á ári. Við verðum að sjá hvort það takmark næst, en vissulega erum við mjög háðir stjórnvaldsákvörðunum með kvótann. Við byggjum mjög mikið á þorskinum og því hefur samdrátturinn í þorskúthlutunum komið illa við okkur. Ef marka má vísindamenn, er þó ástæða til þess að vona að þorskaflinn muni aftur aukast. Ég tel að til framtíðar sé lykilatriði fyrir okkur hjá Odda hf. að halda okkar sérkennum í fiskvinnslu og sömuleiðis er mikilvægt fyrir hráefnisöflunina að smábátarnir geti áfram róið af krafti á þessu svæði. Almennt þarf þetta kerfi að fá að búa við stöðugleika frá einu árinu til annars. Það gengur ekki að stjórnmálamennirnir séu ár eftir ár að koma með nýja lagasetningu um veiðarnar. Við þær aðstæður er erfitt að reka sjávarútvegsfyrirtæki og gera raunhæfar áætlanir. Ég tel að við óbreytt eignar- hald á Odda hf. muni rekstur fyrirtækisins áfram verða í svipuðum farvegi og verið hefur og við mun- um vaxa smám saman. Við förum varlega, en leggj- um eftir sem áður mikla áherslu á gæðaímyndina. Í þeim efnum hefur okkur tekist vel upp og það tel ég að muni hjálpa okkur til framtíðar,” segir Sigurður V. Viggósson. Hjá Odda hf. á Patreksfirði starfa um 70 manns, þar af eru um 40 manns í landvinnslunni. Mynd: Halldór Leifsson. Vinnsla í fullum gangi. Mynd: Halldór Leifsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.