Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 26

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 26
26 F J A R S K I P TA M Á L „Landssíminn hefur umsjón og ábyrgð með þeim hluta sæ- strengsins sem nær 60-70 kíló- metra í suður frá landinu,” segir Örn. „Á þessu svæði er strengur- inn hvað viðkvæmastur því ef hann rofnar getur tekið tvær til þrjár vikur að gera við hann og á meðan erum við algjörlega háðir gervitunglum. Auk þess höfum við sameiginlega ábyrgð með Kanadamönnum á strengnum milli Íslands og Færeyja. Á því svæði eru miklar veiðar og við höfum verið í töluverðum vand- ræðum með strenginn í kringum Landssíminn hefur nú betri möguleika á að fylgjast með skipaumferð við Cantat 3: Höfum fyrst og fremst áhyggjur af togveiðum - segir Örn Jónsson, verkfræðingur hjá Landssímanum „Við keyptum þetta eftirlitskerfi til þess að fylgjast með umferð skipa í kringum sæstreng- inn Cantat 3, sem er okkar aðal lífæð við um- heiminn eins og er,” segir Örn Jónsson, verk- fræðingur hjá Landssímanum, og vísar til kerf- is sem Landssíminn hefur sett upp á Stórhöfða í Vestmannaeyjum í samvinnu við Radiomið- un. Um er að ræða einskonar radar sem fylgist með skipaumferð við Cantat 3 sæstrenginn, en hann liggur beint suður af landinu. Tjón á strengnum vegna veiðarfæra getur verið mjög dýrkeypt. Frá vinstri: Ragnar Harðarson, sölustjóri hjá Radiomiðun, Jóhann H. Bjarnason, framkvæmdastjóri Radiomiðunar, Örn Jónsson, verkfræðingur hjá Landssímanum, David Croft, Transas í Bretlandi, og Nigel Spratt frá Transas.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.