Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 27

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 27
27 F J A R S K I P TA M Á L Slysavarnafélagið Landsbjörg og Olíufélagið ESSO hafa gert með sér rammasamning um viðskipti fyrir björgunarsveitir og björgunarbáta Landsbjargar. Jón Gunnarsson, formaður Slysa- varnafélagsins Landsbjargar og Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins, undirrituðu samninginn. Aðalskrifstofa Slysavarnafélagsins Landsbjargar mun, eftir því sem kostur er, beina öllum viðskiptum sínum vegna eldsneytis, smurolíu og rekstrarvara til Olíufélagsins ESSO og hvetur aðildarfélög um allt land til að gera slíkt hið sama. Landsbjörgu og aðildarfélögum bjóðast bestu afsláttarkjör sem gilda hverju sinni hjá Olíufélaginu. ,,Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur ekki fyrr gert slíkan rammasamning og hann skiptir okkur verulegu máli enda er markmiðið í okkar rekstri, eins og hjá öðrum, að hagræða sem mest og nýta hverja krónu sem best,” segir Jón Gunnarsson. ,,Olíufélagið er með þessu að styðja myndarlega starfsemi okkar sem það hefur reyndar gert oft áður en á annan hátt, m.a með beinum fjárframlögum í tengslum við kaup á björgunarskipum í Reykjavík og á Rifi. miðlínuna og innan færeysku lögsögunnar. Á svæðinu suður af Vestmannaeyjum eru líka tölu- vert miklar veiðar, en fyrst og fremst höfum við áhyggjur af trollveiðum. Í gegnum tíðina höfum við gert töluvert af því að fljúga eftirlitsflug yfir svæðið og þannig séð skip við strenginn, sem við höfum síðan haft sam- band við. Bróðurpartur skip- stjórnenda er vel meðvitaður um að strengurinn liggur á þessu svæði og er því ekki að veiðum þarna. Strengurinn er vel merkt- ur inn á sjókort og því ættu menn að vita vel af honum, en það er engu að síður svo að stundum gleyma menn sér og það getur reynst dýrkeypt því viðgerð á sæstrengnum getur kostað tugi milljóna króna,” seg- ir Örn. Sá kostnaður gæti í sum- um tilfellum fallið á viðkomandi útgerð eða vátryggingafélag þeirra. Mjög mikilvægt er að skipstjórnendur fari með gát, því auk fjárhagslegs tjóns eru óþæg- indi veruleg fyrir samfélagið ef sæstrengurinn slitnar. Alltaf sú hætta að sjófarendur gleymi sér Leggurinn sem liggur að Íslandi liggur suður eftir landgrunninu frá Vestmannaeyjum og þar sem hann tengist megin strengnum er dýpið orðið um 1500 m. Eftirlitskerfið, sem Landssím- inn festi kaup á og setti upp á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, er hugsað til þess að hafa nánara eft- irlit með sæstrengnum og von- andi fyrirbyggja að hann verði fyrir tjóni. „Við viljum helst ekki þurfa að nota kerfið í þeim til- gangi að nappa einhverja sem eru að skemma strenginn. En hins vegar höfum við möguleika á því, vegna þess að lög segja til um að ekki megi fara með veiðarfæri niður að botni þar sem slíkir sæ- strengir eru,” segir Örn og ítrekar að sjófarendur eigi almennt að vera vel upplýstir um hvar strengurinn liggur. „Það eiga að vera sjókort um borð í skipunum og strengurinn er merktur inn á þau. Og síðan höfum við í sam- vinnu við Radiomiðun sett sæ- strenginn inn á MaxSea siglinga- kerfin sem Radiomiðun hefur verið að selja. Við höfum einnig kynnt strenginn í bæklingum og auglýsingum í sjávarútvegsblöð- um og tímaritum. Engu að síður er alltaf sú hætta að sjófarendur gleymi sér og þetta eftirlitskerfi, sem að mínu mati er mjög merki- leg tæknilausn, er enn ein leiðin til þess að fyrirbyggja að tjón verði á strengnum. Kerfið virkar þannig að ef skip eru inni á um- ræddu svæði í kringum sæstreng- inn á hraða sem við metum sem toghraða, sendir það frá sér aðvör- un og Vestmannaeyjaradíó lætur okkur strax vita um mögulega hættu,” sagði Örn og játaði því að nú þegar hafi kerfið virkað eins og til var ætlast. Frá Ameríku til Evrópu Cantat 3 sæstrengurinn tengir í megindráttum saman Kanada og Þýskalands og síðan er hann tengdur við Ísland, Færeyjar, England og Danmörku. Eftirlitskerfið á Stórhöfða er í eigu Landssímans. „Kerfið fór í gang um miðjan ágúst, en við höfum verið að skoða ýmsa möguleika undanfarið ár. Þetta kerfi varð síðan að lokum fyrir valinu m.a. vegna hagstæðs verðs og þeirra möguleika sem það býð- ur upp á.” Nýr sæstrengur frá Austfjörðum „Við ætlum að sjá hvernig kerfið reynist og viðbrögð manna við því. Við teljum að kerfið muni veita okkur mun gleggri upplýs- ingar en áður um hversu mikil umferð skipa er yfirleitt á þessu svæði og hvort hún kunni að vera mismunandi eftir árstíðum,” sagði Örn. „Á næsta ári erum við skipuleggja lagningu nýs sæ- strengs frá Austfjörðum til Fær- eyja og Skotlands. Við höfum val- ið strengleiðina þar í náinni samvinnu við sjómenn á svæðinu og LÍÚ. Við vonumst því til að þessi strengleið verði ekki jafn viðkvæm gagnvart fiskveiðum og strengleiðin suður af Vestmanna- eyjum. Með því að setja niður annan sæstreng erum við að skapa aukið öryggi landsmanna í fjar- skiptum og síðan er þörfin fyrir meira og betra samband alltaf að aukast. Ef Cantat strengurinn slitnar núna höfum við ekkert nema gervitungl til þess að taka yfir gagnaflutninga og það er afar dýr kostur,” segir Örn Jónsson. Samningur ESSO og Landsbjargar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.