Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 28

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 28
28 F J A R S K I P TA M Á L Fyrsta slíka kerfið hér á landi „Það eru miklir fjármunir í húfi hjá Landssímanum að geta vaktað sæstrenginn og komið þannig í veg fyrir skemmdir á honum. Eft- ir ítarlega skoðun kom í ljós að þessi tæknilausn frá Transas hent- aði mjög vel í þessu skyni og hún virkaði eins og til var ætlast frá fyrsta degi,” segir Jóhann. „Kerfið er hið fyrsta sinnar teg- undar hér á landi og ég tel að þessi tækni geti nýst á mörgum öðrum sviðum, t.d. varðandi ör- yggismál sjófarenda,” segir Jó- hann. „Ég nefni í því sambandi þann möguleika að setja upp slík- ar ratstjárstöðvar um allt land og tengja þær inn á ljósleiðara og þannig mætti á einum stað fylgj- Radiomiðun hefur umboð hér á landi fyrir tæknibúnað frá Transas: Getur komið að notum á mörgum sviðum - að mati Jóhanns H. Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Radiomiðunar „Eftirlitskerfið frá Transas, sem sett hefur verið upp á Stórhöfða í Vestmannaeyjum til þess að fylgjast með því svæði sem Cantat 3 liggur um, var upphaflega hannað sem eftirlitskerfi fyrir hafnasvæði, þar sem starfsmenn hafna geta fylgst á skjá með skipaumferð um hafnirnar. Einnig hefur þetta kerfi verið notað til þess að vakta svæði í kringum olíuborpalla. Kerfið hefur reynst mjög vel og það var yfirfært á eft- irlit með hafsvæði fyrir sunnan land til þess leitast við að koma í veg fyrir skemmdir á Cantat 3 sæstrengnum,” segir Jóhann H. Bjarnason, framkvæmdastjóri Radiomiðunar í Reykjavík, sem hefur umboð fyrir tæknibúnað frá Transas hér á landi. Jóhann H. Bjarna- son, framkvæmda- stjóri Radiomiðunar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.