Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2002, Page 29

Ægir - 01.08.2002, Page 29
29 F J A R S K I P TA M Á L ast með allri skipaumferð hring- inn í kringum landið. Með þessu móti væri stigið stórt skref fram á við í öryggismálum í víðum skilningi,” segir Jóhann. Höfuðstöðvar Transas í St. Pétursborg Rússneska fyrirtækið Transas, sem er með höfuðstöðvar sínar í St. Pétursborg, hefur hannað og framleitt eftirlitsbúnaðinn sem settur hefur verið upp á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Um er að ræða sem þeir Transas-menn kalla VTS-kerfi – „Vessel Traffic Services” Transas á einungis að baki um tíu ára sögu og hefur vöxtur fyrir- tækisins verið undraverður. Í St. Pétursborg eru um 250 manns sem einbeita sér að þróun hug- búnaðar og vinna að nýjum tæknilausnum í sjávarútvegi og skyldum greinum. Fyrirtækið hefur ekki aðeins byggst upp í Rússlandi, það teygir anga sína til Bretlands (Transas Marine Ltd.), Bandaríkjanna, Þýskalands, Svíþjóðar, Spánar, Singapore og Kína. Auk þess er Transas með umboðsaðila um allan heim, hér á landi er eins og áður segir Radi- omiðun með umboð fyrir tækni- búnað fyrirtækisins. Á sjávarútvegssýningunni í Smáranum í Kópavogi var David Croft, sem er einn af stjórnendum Transas Marine Ltd. í Bretlandi, í bás Radiomiðunar og upplýsti fróðleiksfúsa sýningargesti um þá tækni sem fyrirtækið hefur verið að þróa á ýmsum sviðum. Hann sagði í samtali við Ægi að stofn- endur Transas hefðu ekki haft hugmyndaflug til þess að ímynda sér að innan tíu ára yrði fyrirtæk- ið orðið svo öflugt á sínu sviði. Árangursríkt kerfi Croft segir að samstarfið við Radiomiðun og Landssímann um uppsetningu eftirlitskerfisins í Vestmannaeyjum hafi gengið mjög vel í alla staði og tækni- lausnin sem Transas þróaði til að fylgjast með tilteknu hafsvæði fyrir sunnan Ísland hafi strax virkað eins og til var ætlast. „Kerfið virkar þannig að það læt- ur vita um tíu mínútum áður en viðkomandi skip fer yfir sæ- strenginn. Og ef hraði skipanna er innan við 5 hnútar hringja við- vörunarbjöllur aftur, en sá hraði getur bent til þess að skipið sé úti með veiðarfærin,” segir David Croft. Ný hugsun í ratsjám „Radiomiðun hefur átt samstarf við Transas í áratug. Tækniþekk- ing þeirra er mikil og vöxtur fyr- irtækisins hefur verið ævintýra- legur. Í höfuðstöðvum Transas eru fast að í 500 manns, þar af hátt í 200 manns í þróunarvinnu. Á sjávarútvegssýningunni í Smáranum sýndum við m.a. sigl- ingahermi frá Transas sem slær öllu við á þessu sviði, samkvæmt orðum þeirra sem til þekkja. Við höfum líka verið að kynna það allra nýjasta í ratsjám, sem er byltingarkennd breyting frá því sem var. Í stórum dráttum er farið að tengja ratsjár við kortagrunna af ákveðnum hafsvæðum og þannig er unnt að fylgjast með tugum eða jafnvel hundruðum skipa í einu á skjánum. Með þess- ari tækni er hægt að kalla á ein- um stað fram ýmsar upplýsingar, t.d. dýpislínur og margt fleira,” segir Jóhann H. Bjarnason. Bás Radiomiðunar á sjávarútvegssýningunni í Smáranum í Kópavogi var fjölsóttur, enda ýmsar tækninýjungar kynntar þar. Tækninýjungar Transas vöktu mikla athygli sýningargesta á sjávarútvegssýningunni í Smáranum. Hér er David Croft frá Transas að skýra út málin fyrir áhugasömum sýning- argestum.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.