Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2002, Síða 30

Ægir - 01.08.2002, Síða 30
30 S Í L D „Það eru ýmis spurningarmerki á lofti varðandi síldarmarkaðina,” sagði síldarverkandi í samtali við Ægi. „Markaðurinn hefur verið þungur, en kaupmátturinn hefur verið að aukast í bæði Rússlandi og Póllandi og því gerir maður sér vonir um að úr rætist þegar samningarir fara í fullan gang.” Á síðustu síldarvertíð fékkst mjög gott verð, bæði fyrir saltsíld og fryst síldarflök og almennt gera menn sér ekki vonir um að fá jafn mikið fyrir síldina í ár. Bæði kemur til styrking íslensku krón- unnar og einnig raunlækkun á verði síldarafurða. Síld og nýjar kartöflur í Finnlandi „Í frystum síldarflökum eru tölu- verðar birgðir og það hefur sitt að segja. Því má hins vegar ekki gleyma að sölutímabilið í Austur- Evrópu er frá september og fram að páskum. Frá páskum til loka ágúst er yfirleitt lítil sala og í sumar hefur veðrið verið óvenju gott í Austur-Evrópu, sem hefur dregið verulega úr neyslu á síld. Pólverjar kaupa mikið af frystri síld og hitinn í Póllandi í sumar var að meðaltali hærri en á Spáni. Þetta hefur haft mikil áhrif á síldarneysluna,” voru orð sölumanns, sem þekkir vel til okkar helstu síldarmarkaða. Sama góða veðrið hefur verið í Finnlandi og Svíþjóð, en áhrif veðursins á síldarneyslu eru þar önnur en í Póllandi. „Vegna hag- stæðs veðurs var kartöfluuppsker- an í Finnlandi mun fyrr á ferðinni en venjulega og hefð er fyrir því að Finnar borði síld með nýupp- teknum kartöflum. Þess vegna var mikil síldarneysla í Finnlandi í maí, júní og júlí, þrátt fyrir töluvert hærra útsöluverð. Sömu- leiðis hefur gengið ágætlega á síldarmarkaði í Svíþjóð. Markað- urinn í Austur-Evrópu er að vakna og því er engin sérstök ástæða til svartsýni.” Mikið magn til Rússlands, Hvíta-Rússlands og Úkraínu Verðlagning á saltsíld hér heima var lengi í biðstöðu vegna ógerðra samninga við sjómenn í Noregi. Menn höfðu búist við töluverðum verðlækkunum þar ytra vegna birgðasöfnunar og offramboðs á helstu mörkuðum Norðmanna og sú varð líka raunin. Lágmarksverð á síld í Noregi lækkaði um 12-28 prósent, mest var lækkunin á millistórri síld. Hér heima hefur verið skotið á um 30-35% lækk- un á síldarafurðum inn á okkar helstu markaði í Skandinavíu og Austur-Evrópu, en menn virðast sammála um að of snemmt sé að slá því föstu. „Menn hafa talað um að lágmarksverð til sjómanna í Noregi hefði allt um verð á síld- inni að segja. Ég tel það hins veg- ar ekki rétt. Það sem skiptir öllu máli er hvernig Rússland, Hvíta- Rússland og Úkraína koma inn. Þangað fer heilfryst síld, aðallega 300 grömm+, sem hefur ekki verið til, og því er hátt verð á henni í augnablikinu. Hins vegar er til nóg af 250 grömm+ síld. Það kemur að því að þessir mark- aðir kalla eftir síldinni og þá erum við að tala um gríðarlega mikið magn. Markaðir í Austur- Evrópu eru almennt galopnir fyr- ir síld í október, nóvember og desember. Þar eystra eru jólin haldin viku af janúar og í kjölfar þeirra dettur markaðurinn niður, en kemur síðan upp aftur fyrir páskana.” Síldarmarkaðir eru nokkurt spurningarmerki í upphafi síldarvertíðar – bæði varðandi saltsíld og fryst síldarflök. Vertíðin fór heldur hægt af stað á heimamiðum og síldin hefur verið heldur smá. Miklir sumarhitar í Skandinavíu og Austur-Evrópu höfðu áhrif á síldarneyslu: er ómissandi með nýjum finnskum kartöflum Síld

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.