Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2002, Síða 31

Ægir - 01.08.2002, Síða 31
31 H L Ý R A E L D I Að nú skuli hafa tekist að frjóvga hlýrahrogn er mikilvægur áfangi í tilraunaeldi því sem unn- ið er að hjá Hlýra ehf., en eitt af stærri vandamálum í hlýraeldi er sá hluti sem snýr að hrygningu og klaki. Áfangasigur Sindri Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Hlýra ehf., segist gera sér vonir um að það takist að frjóvga um 10 lítra af hrognum hjá fyrir- tækinu í þetta sinn og hann seg- ist mjög ánægður ef það takist. Tíu lítrar gefa um 50-60 þúsund hrogn. „Þetta er það sem tilraunir okkar hér snúast fyrst og fremst um, að ná að frjóvga hrogn og ala upp hlýra í kjölfarið. Hrygningin kostar mikla yfirlegu og ég er bú- inn að vaka yfir þessu heilu og hálfu næturnar undanfarið, líkt og bóndi á sauðburði.“ Einn helsti vandinn við hlýra- eldi eru mikil afföll í hrognum, en hrygningarferlið er stutt og mjög áríðandi er að vakta fiskinn á meðan á hrygningu stendur því annars er hætta á að hrognin glat- ist. Eftir að hrygningu lýkur líða þrír til fjórir mánuðir þar til hrognin klekjast út. „Auðvitað veit ég ekki á þessari stundu hvað lifir af þessu, en þetta er talsverð- ur sigur miðað við stöðuna. Nú höfum við náð ákveðnum tökum á þessu og vitum hvaða aðferðum á að beita við hrygningu og frjóvgun hérna í stöðinni,” segir Sindri. 200 fiska hrygningarstofn Hlýri ehf. er í eigu Síldarvinnsl- unnar hf., Nýsköpunarsjóðs At- vinnulífsins, Hönnunar hf. og Eignarhaldsfélags Austurlands. Frá því í byrjun sumars 2001 hef- ur verið unnið að því að byggja upp aðstöðu til hlýraeldis og rannsókna í húsnæði sem áður hýsti hraðfrystihús Síldarvinnsl- unnar hf. í Neskaupstað. Nú er í eldisstöðinni kominn upp 200 fiska hrygningarstofn í fjórum eldiskerjum, sem í er dælt ferskum sjó með afkastamiklum dælubúnaði, og búið er að byggja upp hrognaaðstöðu. Hlýrinn hef- ur komið frá norðfirskum sjó- mönnum sem sýnt hafa verkefn- inu mikinn áhuga og veitt hlýra og komið með lifandi að landi. Merkur áfangi í hlýraeldi Hlýra hf. í Neskaupstað: Tekist hefur að frjóvga hlýrahrogn í eldisstöð Frá því í byrjun sumars 2001 hefur, hjá Hlýra ehf. í Neskaupstað, verið unnið að tilraunum með hlýraeldi í húsnæði sem áður hýsti hraðfrysti- hús Síldarvinnslunnar hf. Hlýrinn er mjög hagstæður eldisfiskur en hrygningarferlið er sérlega viðkvæmt. Sá merki áfangi hefur nú náðst hjá fyrirtækinu að tekist hefur að frjóvga hlýrahrogn í eldisstöðinni. „Þetta er það sem tilraunir okkar hér snúast fyrst og fremst um, að ná að frjóvga hrogn og ala upp hlýra í kjölfarið,” segir Smári Sigurðsson. Myndirnar eru teknar út úr myndbandi. Hrogn kreist úr kvenfiskinum. Svil kreist úr karlfiskinum.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.