Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 33

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 33
33 E R L E N T Merk nýjung í togveiðum Fyrir um það bil 40 árum komu skuttog- ararnir í stað síðu- togaranna og síðan hafa togveiðar verið í grundvallaratriðum óbreyttar þótt ný tækni hafi að sjálf- sögðu komið til. Í Fiskaren er sagt frá nýjung í togveiðum sem Fiskerstrand Verft í Noregi kynnti á blaðamanna- fundi í tengslum við Nor-Fishing sýninguna í Trondheim. Um er að ræða flotkví aftan á skipinu sem pokinn fer inn í og flýtur inn á dekkið í stað þess að vera dreginn upp rennuna og inn á dekk. Aukið öryggi sjómanna og betri meðferð afla „Þessi nýja tækni veitir sjómönn- unum aukið öryggi og stuðlar einnig að bættri meðferð aflans,” segir talsmaður Fiskerstrand Verft, sem hefur þróað kvína í samvinnu við Rolls-Royce Marine AS, SINTEF Fiskeri og havbruk og CR Seafood PRC útgerðina í Costa Rica, sem Norðmenn eiga aðild að. Nýja skipið á að fiska sunnan miðbaugs. Flotkvíin er ætluð fyrir meðal- stóra og stóra togara en í sjálfu sér er ekkert því til fyrirstöðu að laga hana að annars konar skipum og veiðiaðferðum. Aðalkosturinn við flotkvína er að pokinn flýtur inn á dekkið og síðan er henni lokað og aflinn flokkaður sjálfvirkt áður en hann fer í sjókælitankana. Í þróun í meira en ár Flotkvíin hefur verið þróuð í meira en eitt ár og hefur kostað tæplega 46 milljónir ísl. króna. Norska rannsóknaráðið styrkti þróunarstarfið. Kvíin á að tryggja sjómönnum betra og tryggara vinnuumhverfi á dekki og minnka álag á togbún- að. Auk þess fullyrða framleiðend- ur að gæði aflans aukist vegna þess að þrýstingur í pokanum verði minni og minna blóð fari út í hold fisksins. Allur afli nýtist sem fyrsta flokks hráefni og í ljósi þess verða togveiðar umhverfis- vænni en um leið arðbærari, að sögn framleiðenda. Áhugavert fyrir þá sem veiða neyslufisk Þeim sem veiða neyslufisk er mestur akkur í kvínni. Færeying- ar hafa sýnt henni áhuga og hyggjast nota hana við veiðar stórra skipa á kolmunna til manneldis. Auk þess má ætla að kvíin nýtist ekki síður á rækju- togurum en þeim sem veiða hvít- fisk. Á að fiska við Máritaníu Fyrsti togarinn með flotkví á að veiða uppsjávarfisk úti fyrir Máritaníu í Vestur-Afríku. Hann verður gerður út af CR Seafood PRC útgerðinni, sem fyrr var nefnd. Hún hefur þegar tryggt sér leyfi til að veiða þar meðal annars sardínur og hyggst sýna fram á fyrirmyndarmeðferð aflans. Fiskaren hefur áður vakið at- hygli á veiðum írska skipsins „Atlantic Dawn“, sem er stærsta veiðiskip í heimi. Það veiðir á sömu slóðum og eyðileggur sennilega mikið af fiski þegar pokinn er dreginn inn. Útgerðin vísar þessu á bug og segir að á skipinu sé ekki verk- smiðja til að hægt sé að nýta skemmdan fisk. Fiskislóð 14 • 101 Reykjavík • Sími 5200 500 isfell@isfell.is • www.isfell.is Við kappkostum að bjóða gæðavörur á góðu verði Hafðu samband við sölumenn H N O T S K Ó G U R Í N 5 0 4 C -0 2 Hnífar Þorskinum ógnað Breska veitingahúsakeðjan „Little Chef“ býður nú gestum sínum upp á ódýrari fisk en hinn hefðbundna þorsk. Það er fiskur sem nefnist hoki og er veiddur við Nýja Sjáland. Hann er sagður líkjast þorski á holdið og vera bragðgóður. Auk þess eru afurðir unnar úr hoki merktar umhverfisvænar og neytandinn getur verið viss um að þeir sem veiða hann séu ábyrgir gagnvart umhverfinu. Þeir sem láta sig það eitthvað varða geta því borðað hoka með góðri samvisku. Umhverfismerkið sem hoki fiskurinn fær er gefið samkvæmt stöðlum sem stofnunin Marine Stewardship Council (MSC) hefur þróað. Þorskur hefur ekki slíkt merki og hann líka dýrari.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.