Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 35

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 35
35 F J Á R M Á L marksafrakstur fiskstofns. Fyrir þorsk var hún talin jafngilda 18% aflareglu sem táknar að árlega yrði veiddur um fimmtungur veiðistofns. Fyrir nokkrum árum var innleidd 25% aflaregla sem þýddi að einungis yrði einum fjórða hluta veiðistofns landað ár- lega. Nú hefir þeirri veiðireglu verið breytt á þann veg að útgefið heildaraflamark minnki aldrei um meira en 30 þúsund tonn á ári, óháð breytingum stærðar veiði- stofns. Í raun er því aflareglan sem hlutfall hækkuð sem nemur takmörkun niðurskurðar miðað við gömlu regluna. Kenningar um erfðarek Þar sem ekki hefir tekist þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að byggja þorskstofn upp þannig að hann geti skilað 380 þúsund tonna árs- afla í jafnstöðu hefir verið leitað ýmissa skýringa. Friðun hvala og vöxtur þeirra er ein þeirra. Talið er að loðnuveiðar hafi áhrif á fæðuframboð botnfiska auk rækjuveiða, ennfremur hita og seltustig sjávar og þar af leiðandi lífsskilyrði átu sem er undirstaða lífríkis sjávar. Nýr þáttur hefir nú verið leiddur fram á sjónarsviðið sem er erfðarek. Byggjast kenn- ingar þess í megin dráttum á því að út frá náttúrunnar hendi sé fiskur misstór þótt um sama stofn sé að ræða og jafn gamlan. Veið- arfæri sem velja sérstaklega úr stóran fisk valda ákveðinni rækt- un sem sé neikvæð því smár fisk- ur í eðli sínu er settur á. Hann nær að auka kyn sitt og getur af sér smáfisk. Auk þess verður hann kynþroska fyrr en stóri fiskurinn og hefir að því leyti forskot á hinn síðarnefnda. Stofn sem upp- haflega spannaði sviðið allt frá dvergum til risa stefnir því í að verða eingöngu stofn veikburða dverga sem verða fyrir miklum aföllum í náttúrunni. Kenningar eru um að erfðarek eigi hvað mestan þátt í hruni þorskstofna við Kanada og hvers vegna svo erfiðlega hefir gengið að byggja þá aftur upp. Heyrst hafa þær raddir að erfðarek sé farið að gera vart við sig í íslenska þorskstofn- inum, því sé aðgátar þörf ef ekki eigi að fara á sama veg og við Nýfundnaland. Töluverðar breytingar Töluverð breyting hefir orðið á samsetningu helstu lánardrottna sjávarútvegs. Sérgreindir lána- sjóðir atvinnuveganna þjónuðu lykilhlutverki við öflun stofnfjár einstakra atvinnugreina. Nú hafa þær breytingar orðið að fjárfest- ingarsjóðir og veðdeildir bank- anna hafa að miklu leyti týnt töl- unni, sameinast innlánsstofnun- um sem hafa í ríkari mæli en áður lánað til fjármunamyndunar og rekstrar atvinnuveganna eins og fram kemur í töflu 1. Ennfremur er endurlánað erlent lánsfé ekki lengur eyrnamerkt sem slíkt heldur hluti eigin útlána innláns- stofnana. Í árslok 2001 námu er- lend endurlán til sjávarútvegs einungis 2,6 ma.kr, en voru 61,3 ma.kr tveimur árum áður. Útlán innlánsstofnana eru fjár- mögnuð á ýmsan hátt, með eigin fé og lántökum innan lands og utan. Í mörgum tilvikum er myntsamsetning innlána önnur en útlána sem gefur til kynna sambandsleysi myntsamsetningar innstæðna og útlána bankakerfis- ins. Yfirlit eigna og skulda sem sýnd eru í töflu 2 eru í megin dráttum byggð á atvinnu- vegaskýrslum Þjóðhagsstofnunar svo langt sem þær ná. Er þeim sleppir er stuðst við paraðan sam- anburð úrtaks fyrirtækja þar sem bornir eru saman reikningar úr- taks sömu fyrirtækjanna tvö ár í röð. Er sá samanburður notaður Tafla 2 - Áætlaðar eignir og skuldir fyrirtækja í sjávarútvegi árin 1986-2000 í milljörðum króna Eigið fé Eignir Skuldir Hreint verðl. Eiginfjár- Ár alls alls eigið fé 2000 hlutfall 1986 42,3 36,8 5,5 14,1 13,0% 1987 68,2 45,8 22,4 47,0 32,8% 1988 85,9 70,6 15,3 26,8 17,8% 1989 103,0 88,0 15,0 21,8 14,6% 1990 102,4 87,1 15,3 20,6 14,9% 1991 112,9 93,9 19,0 23,7 16,8% 1992 110,6 94,4 16,2 19,9 14,6% 1993 116,8 101,8 15,0 17,9 12,8% 1994 116,5 95,6 20,9 24,6 17,9% 1995 122,0 93,6 28,4 32,9 23,3% 1996 156,7 116,1 40,6 46,0 25,9% 1997 167,6 124,9 42,7 47,5 25,5% 1998 191,2 142,4 48,8 53,3 25,5% 1999 222,6 170,9 51,7 54,2 23,2% 2000 254,6 197,2 57,4 56,5 22,5% 2001* 214,5 *Spá -8,00 -6,00 -4,00 -2,00 0,00 2,00 4,00 6,00 8,00 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 Ár R au n ve xt ir Árlegir vextir Þriggja ára mt. Mynd 2 - Raunvextir lána bankakerfis, fjárfestingarlánasjóða og lánasjóða ríkis til sjávarútvegs

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.