Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 38

Ægir - 01.08.2002, Blaðsíða 38
38 S K I PA S T Ó L L I N N Gjörbreyttur Núpur BA „Við erum mjög ánægðir með breytingarnar á skipinu, þetta er gjörbreytt skip. Okkur sýnist vel hafa tekist til. Við erum fyrir með tvö skip, Garðar BA – 95 tonna skip, sem var smíðað í Kína í fyrra, auk þess sem systurskip Garðars, Vestri BA-63 sem er í eigu Vestra ehf., móðurfélags Odda hf., leggur upp hjá fyrir- tækinu. Það er ljóst að vinnu- brögðin eru vandaðri í Vest- mannaeyjum við smíði og frá- gang á Núpi en í Kína, t.d. hvað varðar rafmagn og glussa, en stál- ið er gott og skipin hafa reynst mjög vel,” segir Halldór Leifsson, útgerðarstjóri hjá Odda hf. Núpur BA er stálskip, smíðað í Póllandi árið 1976, en til lands- ins kom það árið 1981. Árið 1998 var Núpur síðan lengdur á Spáni og með þeim miklu endur- bótum sem unnið var að á skip- inu í Skipalyftunni í Vestmanna- eyjum má segja að það sé eins og nýtt. Nýr botn og breytt lest Fyrst skal nefna að nánast var skipt um allan botn Núps og jafnframt var lest skipsins dýpkuð um 30 sentímetra, hún einangruð og klædd upp á nýtt. Vélarrúmið er einnig sem nýtt. Aðalvélin er Caterpillar 3512B, tæplega 1000 hestöfl, og tvær ljósavélar eru einnig af Caterpillar gerð – 3304 85 kW. Vélarnar eru frá Heklu hf. Í tengslum við end- urnýjun lestar og vélarrúms var endurnýjað rafmagn, dælur og brunnar í lest og á millidekki. Brú Núps er sömuleiðis ný og skipstjóraklefi fyrir aftan brúna á aðalþilfari. Hluti af tækjabúnaði í brúnni var endurnýjaður. Frá Radíómiðun ehf. kom nýtt gervi- hnattasjónvarp og myndavéla- kerfi. Ískrapavélar frá Ískerfum ehf. Um borð voru settar ísþykknivél- ar frá Ískerfum ehf. af gerðinni LIGS B-105 og framleiðir hvor vél 5-7 tonn af ísþykkni á sólar- hring. Núpur BA er fyrsta línu- skipið hér á landi sem fær slíkan búnað. „Sú reynsla sem við höfum þegar fengið af ísþykkninu er mjög góð. Úr fyrsta túrnum sendum við m.a. fersk fiskflök í flugi á markað í Bandaríkjunum. Í stuttu máli voru viðbrögðin hreint frábær. Varan er einfald- lega miklu betri með ísþykkninu. Fiskurinn fær strax mun betri kælingu og holdið verður stinn- ara. Sömuleiðis gerir ísþykknið Viðamiklar endurbætur hafa verið gerðar á línuveiðiskipinu Núpi BA- 69, en skipið varð fyrir miklum skemmdum í nóvember í fyrra í kjölfar þess að það varð vélarvana og rak upp í fjöru. Heildarkostnaður við viðgerðir og breytingar á skipinu nam um 100 milljónum króna. Núpur BA-69 kemur fánum prýddur til heimahafnar á Patreksfirði eftir viðamiklar breytingar. Mynd: Halldór Leifsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.