Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.2002, Qupperneq 41

Ægir - 01.08.2002, Qupperneq 41
41 Hlær ekki Þrír riddarar voru að metast um hver þeirra væri fimastur með sverðið. Einn þeirra brá skyndilega sverði sínu og sneið flugu í tvennt. Hinir tveir dáðust að mjög að fimi hans. Þá brá annar sverðinu og sneið vænginn af flugu sem flaug hjá. Sá þriðji vildi einnig sýna fimi sína, brá sverðinu og hjó í áttina að þriðju flugunni en hún flaug áfram eins og ekkert hefði í skorist. Hinir tveir riddararnir ætluðu að rifna af hlátri en sá sem síðast hjó sagði: – Þið hlæið, en það mynduð þið ekki gera í sporum flugunnar. Hún mun aldrei framar geta afkvæmi! Einn úr stjórninni Kona ein, sem starfaði í stóru fyrirtæki tilkynnti lögreglunni um nauðgun. Lögreglumaðurinn sem tók við kærunni spurði hvort hún þekkti nauðgarann. – Já, svaraði konan, – það var einn úr stjórninni. Þurfti nefnilega að gera næstum allt sjálf! Ljóskur, Frankenstein og Súperman Úti fyrir húsi einu standa heimsk ljóska, greind ljóska, Frankenstein og Súperman. Inni í húsinu er kista, full af gulli. Eitt þeirra fór inn í húsið. Hver var það ...? Heimska ljóskan – ekkert hinna er til. Byrjun á atvinnurekstri Á sjöunda áratugnum tíðkuðust gjarna í sveitum hárklippur sem þannig voru gjörðar að tveim örmum, sem haldið var sundur með fjöður, var þrýst hvorum á móti öðrum í greip annarrar handar og sleppt á víxl. Við það hljóp hinn efri af tveimur kömbum fram og til baka og skellti sundur hárin sem lentu milli tannanna á neðri kambinum, sem rennt var eftir hársverðinum. Kúnstin var að samhæfa hreyfingar armanna við hraða kambsins eftir hársverðinum og þurfti nokkra lagni til. Ungur sveinn í Svarfaðardal hugðist græða fé á því að verða frísör sveitarinnar og fjárfesti í klippigræju þessarar gerðar. Til að æfa sig bauð hann frænda sínum, Baldri, sem var á svipuðu reki, ókeypis klippingu, sem hann þáði. Þegar atvinnurekandinn tilvonandi hafði um stund starfað að hári frændans sagði sá ofur varfærnislega: – Gætirðu kannski reynt að klippa hárin sem þú nærð ekki upp með rótum? Mál að pissa Palli hafði unnið lengi í brugghúsi. Dag einn drukknaði hann í einu bruggkerinu. Nokkru eftir jarðarförina var ekkjunni boðið í bruggverksmiðjuna. Verkstjórinn sýndi henni verksmiðjuna og þegar þau koma að bruggkerunum bendir hann á stórt ker og segir: – Í þessu keri drukknaði maðurinn þinn. Konan brast í grát og sagði: – Ætli hann hafi þjáðst mikið áður en hann dó? – Ég veit það nú ekki, sagði verkstjórinn, – en hann kom þrisvar upp til að pissa áður en hann sökk endanlega! Ráðagóður eiginmaður Lási var orðinn óskaplega leiður á því sem gerðist í svefnherbergi þeirra hjóna í hvert sinn er hann hugðist láta vel að konu sinni. Hún hafði alltaf höfuðverk og þar með basta. Dag nokkurn datt Lása snjallræði í hug. Þegar konan var komin í rúmið sótti hann höfuðverkjartöflu og vatnsglas sem hann fór með inn í herbergið og rétti að konu sinni. Hún leit steinhissa á hann og sagði: – Já, en mér er ekkert illt í höfðinu. – Aha ...! sagði Lási. Annar ráðagóður eiginmaður Þau hjónakornin voru í dýragarðinum og þegar þau komu að búri górilluapanna sagði maðurinn við konu sína: – Prófaðu að hneppa frá þér blússunni. Hún gerði það og samstundis kom karlgórillan fram að rimlunum. Þá sagði maðurinn: – Prófaðu að hneppa svolítið meira frá þér. Þegar górillukarlinn sá það barði hann sér á brjóst. – Smeygðu nú öðru brjóstinu út fyrir blússuna, hélt eiginmaðurinn áfram. Nú varð górillan alveg óð og barði sér á brjóst með miklum látum. – Lyftu nú aðeins upp kjólnum, sagði eiginmaðurinn. Górillan ærðist, hljóp um í búrinu og reif í rimlana. – Taktu nú o’num þig, sagði maðurinn. Konan leit í kringum sig til að vita hvort nokkur sæi og hélt síðan „leiknum“ áfram. Górillan gjörsamlega trylltist, hljóp um búrið froðufellandi, barði sér á brjóst og öskraði. Eiginmaðurinn opnaði dyrnar á búrinu, ýtti konunni inn fyrir og skellti í lás. Konan horfði skilningsvana á hann. – Og reyndu nú að segja górillunni að þú sért með höfuðverk! Skrautyrði Þrjár dömur, íslensk, ensk og ítölsk, hittu nunnu á förnum vegi. Þær tóku tal saman og brátt barst talið að því hvað sprellinn á karlmanninum væri kallaður á máli hverrar þeirra. – Á Íslandi köllum við hann snjókúluna. Því meira sem hann er hnoðaður því harðari verður hann. – Við köllum hann sjentilmanninn, sagði sú enska, vegna þess að hann stendur upp fyrir dömunum. – Á Ítalíu er hann kallaður leiktjaldið því hann fellur eftir hvern þátt, sagði sú ítalska. – Við nunnurnar, sagði nunnan, – við nunnurnar köllum hann nú dýrlinginn. Allar höfum við heyrt um hann en engin okkar hefur séð hann! Stytt grafskrift Fröken Anna fann að dauðinn nálgaðist og fór þess vegna til steinsmiðsins til að panta legstein því hún vildi ráða því sjálf hvað á honum stæði: – Hér hvílir fröken Anna Eyfold, fædd jómfrú, lifði sem jómfrú og dó sem jómfrú. Örfáum dögum seinna dó fröken Anna og steinsmiðurinn var ekki einusinni byrjaður á steininum þegar hann frétti að hún væri dáin. Til að flýta fyrir sér stytti hann textann svolítið: – Hér hvílir ungfrú Anna Eyfold, fædd jómfrú og dó óopnuð! Nafn á dýri Kennarinn: Nonni minn, nefndu nú eitthvert dýr. Nonni: Matur. Kennarinn: En Nonni! Matur er ekki dýr. Nonni: Jú, pabbi sagði í gær að maturinn væri dýr! Heppni Kennarinn var að skýra út fyrir bekknum að sum börn fæddust of snemma. Þá rétti Kalli litli upp hönd og sagði: – Þar var ég aldeilis heppinn. Ég fæddist nákvæmlega á afmælisdaginn minn! P L O K K F I S K U R

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.