Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 10

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 10
10 R Æ K J A Veiðarnar fari ekki yfir 30 þúsund tonn Hafrannsóknstofnunin leggur til að úthafsrækjuaflinn á þessu fisk- veiðiári fari ekki yfir 30 þúsund tonn, en á síðasta fiskveiðiári var hann rösk 27 þúsund tonn. Í skýrslu Hafró í desember sl. kom fram að miðað við óbreytta þorsk- gengd á rækjumiðunum sé 30 þúsund tonna veiði á úthafsrækj- unni hófleg, en hins vegar þurfi að endurskoða tillögur um heild- arveiðina ef í ljós komi við stofn- mælingu botnfiska í mars að þorskgengdin breytist verulega frá sem nú er. Miklar sveiflur Hafrannsóknastofnunin stofn- mældi úthafsrækjustofninn undir lok síðasta árs, en þessar mæling- ar taka til úthafsrækjumiða fyrir Norðvestur-, Norður- og Austur- landi. Á veiðisvæðinu skammt frá Grímsey reyndist stofnvísitalan vera í lágmarki árið 1999, en árið eftir jókst hún talsvert og hélst svipuð árin 2001 og 2002. Á svæðinu frá Sléttugrunni að Héraðsdjúpi var stofnvísitalan mjög lág á árinu 1995, en árið eftir náði hún hámarki. Hún féll síðan aftur mjög snöggt árin 1998 og 1999 og hélst lág árið 2000. Fyrir tveimur árum kom Léleg rækjuveiði í upphafi ársins: Þorskurinn í hlutverki smalans - er kenning Hafrannsóknastofnunarinnar í skýrslu um ástand úthafsrækjustofnsins Framan af janúar var úthafsrækju- veiðin mjög léleg og segist Þórarinn Stefánsson, fyrsti stýrimaður á Rauða- núpi, rækjufrystiskipi ÚA, ekki hafa skýringu á því. Sveiflurnar hafi verið miklar í rækjuveiðunum á undanförnum árum, sum svæði hafi verið lífleg eitt árið en steindauð það næsta. Hvað valdi sé ekki gott að segja. Sumir segi að rækjuveiðarnar megi beintengja við þorskgengd- ina, en Þórarinn Stefánsson telur erfitt að ráða í þá gáta og í sumum tilfellum standist vart sú kenning. Um borð í rækjufrystiskipinu Rauðanúpi ÞH í desember sl. Hér er verið að hreinsa loðnu úr rækjunni. Mynd: Þorgeir Baldursson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.