Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 28

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 28
28 T Æ K N I Í S J Á VA R Ú T V E G I Árangur 3X-Stáls á undanförn- um árum er um margt eftirtekt- arverður. Fyrirtækið er ekki gam- alt, það var stofnað árið 1994 og voru starfsmennirnir í upphafi þrír en nú eru þeir þrjátíu. Ekki þarf að hafa um það mörg orð að mikilvægi 3X-Stáls fyrir atvinnu- lífið á Ísafirði er ótvírætt. Fyrir utan þennan fjölda starfsmanna í ekki stærra samfélagi eru marg- feldisáhrif slíks fyrirtækis umtals- verð, að ekki sé talað um mikil- vægi þess fyrir Ísafjörð og sjávar- útveginn á Vestfjörðum að þar sé byggt upp jafn öflugt tæknifyrir- tæki og raun ber vitni með 3X- Stál. Ávöxtur mikillar þróunarvinnu Jóhann Jónsson, framkvæmda- stjóri 3X-Stáls, er einn þremenn- inganna sem stofnuðu fyrirtækið á sínum tíma. Hann ásamt með- eiganda sínum, Albert Högna- syni, hefur starfað að uppbygg- ingu 3X-Stáls frá upphafi og fylgt eftir vexti og viðgangi fyrir- tækisins. Jóhann segist vera ánægður með stöðu þess í dag, hún sé ávöxtur mikillar þróunar- vinnu og nýsköpunar sem hafi verið lögð rík áhersla á frá upp- hafi. Alþjóðlegt fyrirtæki 3X-Stáli má lýsa sem alþjóðlegu fyrirtæki sem sérhæfir sig í fram- leiðslu á vélbúnaði fyrir hérlend og erlend sjávarútvegsfyrirtæki. Lögð er áhersla á framleiðslu vél- búnaðar úr ryðfríu stáli og má í stórum dráttum skipta henni í þrjá meginflokka. Í fyrsta lagi svokallaðar „karalausnir“, sem eins og nafnið bendir til taka til tæknilausna varðandi notkun á fiskikerum. Í öðru lagi „rækju- lausnir“, þ.e. ýmiskonar tækni- búnaður fyrir rækjuvinnslur. Í þriðja lagi „bolfisklausnir“, sem fela í sér margháttaðan tæknibún- að fyrir bolfiskvinnslu - þ.m.t. móttaka, snyrting, pökkun o.fl. Karalausnir Fiskikerin eru orðin nær allsráð- andi í fiskvinnslu hér á landi og þau eru í ríkum mæli að hasla sér völl erlendis. Til þess að auðvelda notkun keranna þarf ákveðnar tæknilausnir og 3X-Stál hafa lagt áherslu á að vinna að þeim. Þessar lausnir lúta m.a. að því að losa hráefnið inn á færibönd, færa ker- in milli staða í viðkomandi fisk- vinnsluhúsi, þvo kerin og stafla þeim. 3X-Stál leggur áherslu á heildaralusnir í karameðhöndlun og hefur fyrirtækið þróað mjög heildstæða vörulínu í þeim til- gangi. „Karalausnirnar eru okkar stjörnur þessi misserin,“ segir Jó- hann. „Aukin áhersla á með- höndlun og sjálfvirkni, meðal stórra og smárra fiskvinnsla, hefur átt þátt í auknum áhuga á heild- arlausnum í karameðhöndlun,“ bætir hann við. 3X-Stál á Ísafirði vekur mikla athygli fyrir tæknilausnir: Tíföldun starfsmanna á níu árum Á Ísafirði er greinilega frjósamur jarðvegur fyr- ir tækniþróun í sjávarútvegi. Þar eru starfandi nokkur athyglisverð fyrirtæki sem á einn eða annan hátt tengjast sjávarútveginum - Póllinn, Póls, Snerpa, Sindraberg og 3X-Stál. Að síðast- nefnda fyrirtækinu beinir Ægir sjónum að þessu sinni. Jóhann Jónsson, framkvæmdastjóri 3X-Stáls á Ísafirði. Mynd: Halldór Sveinbjörnsson/Ísafirði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.