Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 32

Ægir - 01.01.2003, Blaðsíða 32
32 Þ O R S K E L D I S DA G U R I N N Á A K U R E Y R I Mikilvægt fyrir Íslendinga að halda sinni hlutdeild Í skýrslunni eru dregnar saman ýmsar athyglisverðar upplýsingar um þorskveiðar og þorskeldi og tillögur starfshópsins til sjávarút- vegsráðherra. Í upphafi skýrslunnar er bent á mikilvægi þorsksins fyrir Íslend- inga, gert sé ráð fyrir því að veið- ar á þorskinum muni aukast nokkuð frá því sem nú er og megi því gera ráð fyrir að Íslendingar veiði á næstu árum um 20-30% af heildarafla þorsks í heiminum. „Mikilvægt er fyrir Íslendinga að halda sinni hlutdeild í þorsk- mörkuðum í framtíðinni. Með ört vaxandi áhuga á þorskeldi í ná- grannalöndunum, sérstaklega í Noregi, eru Íslendingar knúnir til að skoða til hlítar hvort þorskeldi geti orðið arðbær atvinnugrein hér á landi,“ segir í inngangskafla skýrslunnar. Og síðan segir: „Í ljósi þess að þorskafurðir eru um 40% af útflutningsverðmæti sjáv- arafurða er full ástæða að velta því fyrir sér hvað muni gerast ef okk- ur tekst ekki að byggja upp þor- skeldi og samkeppnislöndin koma með verulegt framboð af eldisþorski. Í dag er óljóst hvaða stöðu eldisþorskur muni hafa gagnvart villtum þorski í fram- tíðinni. Það má þó benda á þá þróun sem hefur átt sér stað á laxamörkuðum á síðustu árum þar sem eldislax hefur verið leið- andi í markaðsverði. Ef áætlanir nágrannalanda okkar ná fram að ganga mun framleiðsla á eldis- þorski nema nokkrum tugum þúsunda tonna innan fárra ára.“ Kynbætur mikilvægar Menn eru sammála um að til þess að eiga möguleika á hagnaði í þorskeldi sé lykilatriði að ná góð- um tökum á eldinu sjálfu. Eins og staðan er núna eru meiri líkur taldar á því að áframeldi á þorski sé hagkvæmara en þorskeldi með eldisseiðum. Því ræður einkum of hár framleiðslukostnaður á eld- isseiðum. „Það er þó alveg ljóst,“ segir í skýrslunni, „að með kyn- Ný skýrsla um stöðu þorskeldis kynnt á Akureyri: Talið að kosti 2 milljarða að þróa þorskeldi á Íslandi Á þorskeldisráðstefnunni á Akureyri 24. janúar sl. gerði Valdimar Ingi Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur, ítarlega grein fyrir nýrri skýrslu um þorskeldi á Íslandi sem er ávöxtur þorskeldisverkefnis sem unnið hefur verið að allt síðasta ár. Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Brims og ÚA, var formaður sex manna starfshóps sem stýrði verk- inu en Valdimar Ingi var starfsmaður verkefnisins. Frá þorskeldisráðstefnunni á Akureyri 24. janúar sl., sem var fjölsótt.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.