Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 11

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 11
F R É T T I R Aðalsteinn segist í ferð sinni hafa rætt við margt fólk úr röðum sjómanna, fiskverkenda og fisk- vinnslufólks og hann hafi hvergi skynjað annað en mikla sátt um fiskveiðistjórnarkerfið sem unnið er eftir, en það byggist í megin- atriðum á sóknardagakerfi og svæðalokunum. ,,Þá er mjög eftirtektarverk að sjá að ekki er sami munur á laun- um fiskverkafólks og sjómanna og þekkist hér á landi. Þrátt fyrir að Færeyingar séu að keppa á sömu mörkuðum og við með af- urðir sínar sjá þeir sér fært að greiða verkafólkinu í landi 1000- 1100 krónur í tímakaup. Þetta er fast kaup og þeir segjast ekki vilja sjá neina bónusa aða önnur afkastahvetjandi kerfi, en sumir sem ég ræddi við sögðust hafa kynnst slíku á Íslandi,” segir Aðalsteinn. Aðalsteinn segist hafa kynnt sér starfsemi fiskmarkaða í Færeyj- um. Talsvert af fiski sem fer þar í gegn er selt til útlanda og kemur því ekki til vinnslu í Færeyjum. Útlendingar mega þó ekki versla á fiskmörkuðunum, heldur hafa þeir sína fulltrúa í röðum heima- manna sem kaupa fiskinn fyrir þá og sjá um að senda hann úr landi. Aðalsteinn var í ferð sinni fyrst og fremst að huga að kaupi og kjörum fiskverkafólksins. ,,Fólk í fiskvinnslu í Færeyjum er með sem svarar um 180 þúsund íslenskum krónum í mán- aðarlaun og það er fróð- legt að bera þau laun saman við það sem greitt er hér á landi. Hér eru hæstu taxtalaun sér- hæfðs fiskverka- manns 96 þús- und krónur og með öllum hugs- anlegum kaupaukum er hægt að tosa þessi laun upp í tæp 140 þúsund á mánuði fyr- ir dagvinn- una. Ein- hverjir komast hugsanlega eitthvað hærra en aðr- ir liggja lægra í launum,” segir Aðalsteinn. Hann segir það vekja ahygli að færeysk fiskvinnslufyrirtæki hafi skilað góðum hagnaði undanfarin ár þannig að ekki séu launin að sliga fyrrtækin. ,,Þetta leiðir hugann að því að e.t.v. voru það mistök hjá okkur að semja til jafn langs tíma og við gerðum eða til ársloka í ár. Það hefur árað vel í sjávarútvegi okkar undanfarin ár, en arðurinn hefur ekki skilað sér til fiskverkafólks- ins. Eigendur fyrirtækjanna hafa notið góðrar afkomu, en hjá þeim ríkir greinilega ekki sama við- horfið gagnvart starfsfólki og t.d. í bönkunum þar sem starfsfólkið hefur fengið að njóta góðs af rekstrarhagnaði,” segir Aðal- steinn. Laun fiskverkafólksins umalsvert hærri í Færeyjum - mikil sátt um fiskveiðistjórnarkerfið, segir Aðalsteinn Baldursson, formaður matvælasviðs Starfsgreinasambandsins, sem kynnti sér málin í Færeyjum ,,Maður skynjar það mjög vel þegar komið er til Færeyja hversu mikil sátt ríkir um fiskveiðistjórnarkerfi þeirra og sú sátt nær yfir allt sviðið. Hún er bæði meðal sjómanna, fiskverkenda og landverkafólksins,” segir Aðalsteinn Baldursson formaður mat- vælasviðs Starfsgreinasambands Íslands, en hann var í Færeyjum á dögunum að kynna sér færeyskan sjávarútveg og fiskvinnslu. Frá smábátahöfninni í Þórshöfn í Færeyjum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.