Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 19

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 19
19 Æ G I S V I Ð TA L I Ð Þótt Örn sé ekki nema rétt tæplega hálf fimmtug- ur, á hann langan sjómannsferil að baki, eða síðan hann var 15 ára. ,,Ég fór á sjóinn sem unglingur heima á Breiðdalsvík þar sem ég ólst upp og veiði- skapurinn var í fyrstu lína og net, en síðan fór ég á humar og eftir það á togarann Hvalbak sem gerður var út frá Breiðdalsvík,” segir Örn. Þegar þarna var komið sögu virtist ljóst hvert stefndi og að sjómennskan yrði ævistarfið. Leiðin lá í Stýrimannaskólann árið 1978 og fjórum árum síðar hafði hann ,,tekið bæði fiskimanninn, farmanninn og skipherrann” eins og Örn orðar það, en réttindi til skipstjórnar á varðskipum íslenska ríkisins kostuðu hálfs vetrar nám til viðbótar hinu. ,,Rækjuhrunið” mikla Eftir að náminu lauk var Örn stýrimaður og síðar aflysingaskipstjóri á Hegranesi frá Sauðárkróki og síðar í sömu störfum á Skutli frá Ísafirði en þar var Örn skipstjóri í 3 ár og stundaði rækjuveiðar. Sá veiðiskapur hefur síðan orðið hans sérgrein ef svo má segja og frá því í nóvember árið 2000 hefur hann ver- ið annar tveggja skipstjóra á Pétri Jónssyni og við veiðar á Flæmska hattinum allan tímann. Örn þekkir rækjuveiðar orðið geysilega vel eftir 12 ára vinnu við þær og hann segir að þegar hann kom fyrst að þeim veiðum árið 1992 hafi ástand rækju- stofnsins hér við land verið þokkalegt. ,,Eftir það lag- aðist ástandið næstu árin, um miðjan síðasta áratug var mjög mikið af rækju en síðan hríðversnaði ástandið,” segir Örn. - Hvað olli þessu hruni ef við köllum það því nafni? ,,Ætli ein meginástæðan hafi ekki verið hálfrar milljón tonna þorsktorfan sem var á Vestfjarðamiðum og ekki mátti veiða neitt úr sem tekur að nefna. Ástandið var þannig að menn gátu varla sett troll í sjó án þess að sprengja og ef trollin héldu voru tugir tonna í þeim eftir nokkurra mínútna hal. Þegar þessi þorsktorfa fór svo af stað sópaði hún rækjunni á undan sér austur í ,,Dauðadalinn” svokall- aða norður af Eyjafjarðarál og þar veiddu menn það sem eftir var. Ég held að það sé ekkert orðum aukið að lýsa þessu svona, þótt fiskifræðingarnir vilji sjálf- sagt ekki skrifa upp á þetta. Þeim var þó bent á hvað var í gangi en þeir hlustuðu ekki á okkur og fóru á sama tíma með rækjukvótann upp í 70 þúsund tonn,” segir Örn. Hann segir að menn hafi á þessum tíma ekkert botnað í því hvernig fiskveiðistjórnunin var. ,,Það mátti ekki bæta við einu einasta tonni í þorskkvót- ann en bara gengið á rækjustofninn sem var á hraðri niðurleið. Það sáu þó allir hvað var að gerast og menn töluðu um það á þessum tíma að aldrei hefði verið meiri þorskur í sjónum hér við land en þá.“ Gott ástand á ,,Flæmska” Örn segir að upp úr þessu, eftir það tímabil sem rækjustofninum var nær útrýmt, hafi menn farið að nema ný lönd fyrir alvöru og Flæmski hatturinn hafi orðið fyrir valinu. ,,Skipin flykktust þangað og þarna munu hafa verið um 40 íslensk rækjuskip þegar flest var og við unnum okkur inn góðan kvóta þarna. Það má segja að sóknin hafi verið fullmikil meðan menn voru að kynnast þessu, en síðan fór skipunum fækk- andi og í dag eru ekki nema tvö íslensk skip sem stunda þarna veiðar, Pétur Jónsson og Sunna. Kvóti Íslands þarna er nú 13.800 tonn og ástand rækju- stofnsins mjög gott, og talsvert betra en það hefur verið í langan tíma,” segir Örn. Hann segist einnig telja að útlitið með rækjuna á Íslandsmiðum sé gott, og það kæmi sér ekki á óvart ef stofninn næði sama toppi eftir 2-3 ár og hann var í um miðjan síðasta áratug. ,,Það gætu því verið góð ár framundan hérna á heimamiðum,” segir Örn. Veðurfarið miklu verra Veiðiskapurinn við rækjuveiðarnar er sá sami hvort sem er á heimamiðum eða á Flæmska hattinum. Örn segir þó einn verulegan mun á, og það sé veðurfarið. ,,Það er nánast ógjörningur að stunda veiðarnar á Flæmska hattinum yfir háveturinn, á tímabilinu frá desember og fram í febrúar og jafnvel fram í mars, og það er ekki fyrir nema mjög stór og öflug skip eins og Pétur Jónsson er að vera þarna við veiðar á þessum árstíma. Í túr hjá okkur sem hófst í janúar s.l. sló vindmælinum tvívegis yfir 40 metra á sekúndu sem þýðir ekkert annað en fárviðri. Menn verða bara að halda sjó ef hægt er, eða slá undan þegar ölduhæðin er orðin það mikil að ekki er um neitt annað ræða. Þarna fara menn ekki í var því veiðarnar eru stundað- ar 250-300 mílur austur af Nýfundnalandi. Lægðirn- ar á þessum slóðum fá geysilegt ,,fóður”, sjávarhiti getur verið –1 ein gráða og síðan +9 gráður í 100 sjómílna fjarlægð þannig að þarna grafa lægðirnar sig niður. Þarna eru miklu verri veður en á Íslandsmið- um og þau geta staðið dögum saman. Þegar kemur fram í apríl batnar veðurfarið mjög og helst yfirleitt alveg prýðilegt fram í október eða lengur,” segir Örn. Veiðiferðir á Flæmska hattinn standa yfirleitt í 5 vikur, og er aflanum landað í Bay Roberts á Ný- fundnalandi. Áhafnaskipti eru eftir hverja ferð og flýgur áhöfnin sem er að ljúka veiðiferð frá St.John´s til Halifax, þaðan til Boston og loks til Keflavíkur, og tekur þetta ferðalag frá því komið er í höfn og þangað til mennirnir koma til Íslands um einn sólar- hring. Þeir sem eru á leið til skips fljúga hinsvegar til Boston og gista þar yfir nótt og komast síðan til skips daginn eftir. Þetta er því nokkuð löng og tíma- frek leið, að komast úr og í vinnu. „Í túr hjá okkur sem hófst í janúar s.l. sló vindmælinum tvívegis yfir 40 metra á sekúndu sem þýðir ekkert annað en fárviðri,“ segir Örn um veiðarnar á Flæmska hattinum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.