Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 35

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 35
35 Samantekt og myndir: Jón Sigurðsson. Báturinn er smíðaður úr trefja- plasti samkvæmt reglum og und- ir eftirliti Siglingastofnunnar Ís- lands og er með tvö vatnsþétt skilrúm. Fremst er lúkar, því næst fiskilest og svo er vélarúm, báturinn er með skutkassa og heilt þilfar sem nær að stýrishúsi. Í lúkar eru 2 hvílur, borðkrókur með eldunaraðstöðu, rafmagns- eldavél, örbylgjuofn og ísskápur og 100 lítra vatnsgeymir. Lestarými er heilt án uppistoða og tekur níu 380 lítra kör og eitt 660 lítra í lúgukarm, þrjú boxa- lok eru framan við lúgkarm. Eldsneytisgeymir, 990 lítra, er í botni lestar. Í eldsneytisgeymi er 2,4 metra langur fellikjölur og er húsið fyrir kjölin nýtt sem skvettiþil í geymi. Fellikjölur er færður til með rafmagnstjökkum og stjórnað úr stýrishúsi. Aftast er vélarúm með Cumm- ins aflvél og tilheyrandi búnaði, vélarúmskappi er með salernisað- stöðu. Siglingatæki Í stýrishúsi eru eftirtalin tæki frá Raytheon: Dýptarmælir er Raymarine L-1260-D; Plotter er Raymarine RL-80-C; VHF tal- stöð er Raymarine RAY-215-E. GPS tæki er Garmin GPS Map 182-C og svo er Sodena Turbo 2000 fiskveiðitölva. Sjáslfstýring er Cetrek Pilot 740 með inn- byggðum rafeindaáttavita, seg- uláttaviti er Suunto C-115. Vél og tæknibúnaður Aflvél er Cummins, gerð 6CTA8,3-M3, hámarksafköst eru 430hö/316kW við 2600 sn/mín., stöðug afköst eru 254hö/187kW við 2100 sn/mín. Niðurfærslugír er SF-302 IV, niðurgírun 1,651:1 og skrúfa er 4 blaða 610mm (24") í þvermál með 660mm (26") skurð. Vélin knýr 90 Ampera 24 Bylgja RE 77 Þann 4. apríl s.l. var afhentur nýr bátur, Bylgja RE-77, skipaskrá nr. 2577, frá Seiglu ehf. til nýrra eigenda sem er G.B. Magnússon ehf. í Reykjavík. Jafnframt er þetta önnur nýsmíði frá Seiglu ehf. til útgerðar, hin var Signý ÞH, e/x Draumur RE, skipaskrá nr. 2492. Bylgja RE er nýsmíði nr 7 hjá Seiglu ehf í Reykjavík og er út- búin til veiða með handfæri á sóknardögum og á grásleppunet. Bátsformaður og jafnframt eigandi útgerðar er Guðbjörn Magnús- son. Mynd: Sverrir Bergsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.