Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 38

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 38
38 N Ý I R B Á TA R Samantekt og myndir: Jón Sigurðsson. Báturinn er smíðaður úr trefja- plasti samkvæmt reglum og und- ir eftirliti Siglingastofnunar Ís- lands og er með tvö vatnsþétt skilrúm. Fremst er lúkar því næst fiskilest og svo er vélarúm. Bátur- inn er með heilt þilfar sem nær að stýrishúsi, aftan í stýrishúsi er upphituð stakkageymsla sem fær varma frá aflvél bátsins. Í rúmgóðum lúkar er borðkrók- ur, fjórar hvílur, salerni og 120 lítra vatnsgeymir. Í lúkar eru raf- drifin tæki, s.s. eldavél, örbylgju- ofn, ísskápur sjónvarp, kaffivél og miðstöð. Lúkar og stýrishús er upphitað með olíumiðstöð og með varma frá aflvél bátsins. Lestarrými er heilt án uppi- stoða og tekur ellefu 660 lítra kör og eitt 380 lítra, lúgukarmur er 1,15 m3. Eldsneytisgeymar eru þrír og taka 1600 lítra, fremst í lest eru tveir síðugeymar, 370 lítra hvor og í botni lestar er 860 lítra geymir. Eitt boxalok er framan við lúgukarm. Aftast er vélarúm með Cumm- ins aflvél, stýrisvél og annar bún- aður, í vélarúmskappa er loftblás- ari fyrir vélarúm. Siglingatæki Í stýrishúsi eru eftirtalin tæki frá JRC: 3 kW dýptarmælir gerð JFV-250; ratsjá gerð JMA-2343 með MARPA sem tengist Plotter; GPS áttaviti gerð JLR-10 sem vinnur eins og Gyroáttaviti; gervitunglamóttakari er GPS- 112. MaxSea 9,0 stjórntölva vinnur úr upplýsingum frá dýpt- armæli og GPS tæki og tengist tveim skjám, annar sýnir botninn í þrívídd og hinn er Plotter. Sjálf- stýring er ComNav 1201 og tengist GPS áttavita, rafeinda- áttaviti í sjálfstýringu er til vara. Fjarskiptatæki eru: VHF tal- stöð er Sailor RT-2048 og tveir NMT símar. Vél og tæknibúnaður Aflvél er Cummins, gerð QSM- 11M, hámarksafköst eru 580 hö/427 kW við 2300 sn/mín., stöðug afköst eru 410 hö/302kW við 1900 sn/mín. Niðurfærslugír er ZF-325V, niðurgírun 1.77:1, með 4 blaða skrúfu 711 mm (28") í þvermál og 686 mm (27") skurð. Stjórntæki, í stýrishúsi og við línuspil, eru frá ZF Mathers og tengjast snuðventli á gírnum. Flipastýri er 0,25 m2 frá K.N. Vélsmiðju. Olíumiðstöð er frá Webasto, 3,5 kW. Rafkerfi er 24 Volta, 2 x 230 Ah rafgeymar, með breytum fyrir 12 Volta jafnstraum og 220Volta riðstraum. Reimdrifinn 24 Volta rafali er 110 Ampera Leece Neville 2,7 kW. Áriðari fyrir 220 Volta kerfið er Mastervolt, sem einnig er hleðslutæki, 3 kW á stöðugu álagi og 6 kW á skamm- tíma álagi og sér siglinga- og eld- hústækjum fyrir straum og spennu. Landtenging er 32 Amper og síðan eru tveir 500 W. Rafmagnsofnar (notaðir í land- legu), annar í stýrishúsi og hinn í vélarúmi. Magnstýrð vökvadæla fyrir línuspil og blóðgunarkar er Guðmundur Einarsson ÍS 155 Þann 30. mars s.l. kom nýr bátur til heimahafnar í Bolungarvík, Guðmundur Einarsson ÍS-155, skipaskrá nr. 2570, eigandi er Ós ehf. Báturinn er nýsmíði nr. 273 frá Trefjum ehf. í Hafnarfirði og er þetta önnur nýsmíði frá Trefjum ehf. til útgerðar og sú þriðja er í smíðum. Guðmundur Einarsson ÍS er útbúinn á línuveiðar. Skip- stjóri er Guðmundur Einarsson og framkvæmdastjóri útgerðar er Einar Guðmundsson. Mynd: Högni Bergþórsson Sigurður Páll Ólafsson, væntan- lega upprennandi smábátasjómaður úr fjölskyldu út- gerðarmannanna mátar sig í skipstjórastólinn. Línuspil og tengdur búnaður á þilfari er frá Beiti í Vogum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.