Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 41

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 41
41 Dugleg stúlka Dóttirin kemur hlaupandi heim úr skólanum og hrópar: „Maaaammmm- aaa! Í dag lærðum við að telja! Hinir krakkarnir gátu ekki talið nema upp í fimm en ég kann að telja upp í tíu. – Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu, tíu. Er ég ekki dugleg, mamma?“ – Jú, elskan, þú ert dugleg. – Er það af því að ég er ljóska? – Já, elskan, það er af því að þú ert ljóska. Daginn eftir kemur stúlkan aftur á harðaspretti úr skólanum og hrópar: „Maaaammmmaaa! Í dag lærðum við stafrófið! Hinir krakkarnir kunnu bara upp í D en ég kunni alveg upp í G. – A, Á, B, C, D, Ð, E, É, F, G. Er ég ekki bara dugleg, mamma?“ – Jú, elskan, þú ert voða dugleg. – Er það ef því að ég er ljóska, mamma? – Já, elskan, það er af því að þú ert ljóska. Þriðja daginn kemur stúlkan enn á harðahlaupum úr skólanum og hrópaði: „Maaaammmmaaa! Mamma! Í dag vor- um við í leikfimi. Engin af hinum stelpunum var með brjóst en ég er með stór og falleg brjóst. Er ég ekki dugleg, mamma?“ – Jú, elskan, víst ertu dugleg. – Er það af því að ég er ljóska, mamma? – Nei, elskan. Það er af því að þú ert 25 ára! Skuldin greidd Konan er nýkomin úr sturtu og Lási rétt kominn í sturtuna þegar dyrabjall- an hringir. Þau mátust nokkra stund á um hvort þeirra ætti að ansa en loks lét konan undan, sveipaði í hasti um sig handklæði og fór til dyra. Á tröppunum stendur Lalli, nágranni þeirra. – Daginn, þú færð tíuþúsund kall fyrir að láta handklæðið fjúka! Hún hugsaði sig örlítið um, lét síðan handklæðið renna niður á gólfið og stóð nakin fyrir framan Lalla. Hann virðir hana fyrir sér dálitla stund, réttir henni svo tíuþúsund kallinn og kveður. Svolítið ringluð en ánægð með gróð- ann vefur hún aftur að sér handklæðinu og fer inn. – Hver var þetta? spurði Lási. – Bara hann Lalli nágranni. – Jæja, sagði Lási, – minntist hann nokkuð á tíuþúsund kallinn sem hann skuldar mér? Glatað tækifæri Prestur nokkur kom akandi eftir þjóð- veginum. Brátt ók hann fram á fót- gangandi nunnu, sem var á sömu leið og hann, og tók hana upp í. Hún settist í framsætið og krosslagði fæturna, sem prestur sá að voru bráðfallegir. Þegar hann var búinn að skipta um gír strauk hann laust upp eftir fæti nunnunnar. Hún leit á hann og sagði: – Faðir, manstu sálm 84? Fát kom á prest og hann kippti að sér hendinni og baðst afsökunar en gat varla haft augun af fætinum fallega. Þegar hann skipti aftur um gír lét hann eins og óvart höndina strjúkast upp eftir fætinum á nunnunni. Aftur sagði hún: – Faðir, manstu sálm 84? – Fyrirgefðu, systir, en holdið er veikt, sagði prestur vandræðalega. Þegar þau voru komin að klaustrinu steig nunnan út og leit um leið kankvíslega á prestinn. Þegar hann kom heim flýtti hann sér að ná í biblí- una og fletta upp á sálmi 84. Þar stóð: „Sálu mína langaði til, já hún þráði ...“ Lærdómur: Passaðu að vera vel að þér í öllu sem viðkemur vinnunni. Annars geturðu misst af stórkostlegu tækifæri! Betri heilsa með aldrinum Tveir gamlingjar sátu á bekk utan við kaupfélagið og töluðu um hvernig það væri að eldast. – Konur eru áreiðanlega heilsu- hraustari en við karlarnir þegar þær eldast. – Af hverju heldur þú það? spurði hinn. – Ja, sjáðu til, hér áður fyrr fékk kon- an mín næstum alltaf þennan voðalega höfuðverk þegar við vorum komin í rúmið á kvöldin en núna er hún bara al- veg laus við hann! Mátti prófa – Ég sagði konunni minni að eiginmað- ur væri eins og eðalvín; hann batnaði með aldrinum. – Og hvað sagði hún við því? – Hún læsti mig niðri í kjallara! Til þess eru vítin að varast þau – Elskan, sagði hann við konuna sína, – ég bauð kunningja í mat. – Ertu alveg snarvitlaus? Íbúðin er öll í drasli, ég er ekki búin að fara út í búð, það er eftir að vaska upp og ég er sko ekki í skapi til að fara að elda! – Veit ég vel, sagði eiginmaðurinn. – Nú, því varstu þá eiginlega að bjóða honum? – Æi, manngreyið er að hugsa um að fara að gifta sig! Fundvís offíser Þegar Bretar hernámu landið leituðu þeir uppi alla Þjóðverja og snuðruðu í hverjum kima í leit að senditækjum. Roskin þýsk kona fékk í heimsókn tvo borðalagða offísera, sem rannsökuðu íbúðina gaumgæfilega, hátt og lágt. Annar þeirra skreið meira að segja und- ir rúmið og kom undan því með hland- kopp í hendinni. – Jæja, sagði konan, – þú ert þá bú- inn að finna móttakarann, en sendinn finnurðu ekki! Nýir vindar Á hernámsárunum var skortur á ýmsu í Noregi. Gott mjöl var fágætt og því fóru brauðin stundum heldur illa í maga. Á fundi í Bergen var nasisti stig- inn í pontu til að halda ræðu: – Nú blása í Noregi nýir vindar ... Úr salnum: Það hlýtur að vera nýja brauðið! Öryggið fyrir öllu – Jens, af hverju hættirðu við að gifta þig og keyptir bíl í staðinn? – Nú, ég hafði ekki efni á bæði konu og bíl. – Og hvers vegna valdir þú bílinn heldur? – Hann er í þriggja ára ábyrgð! Alveg í spreng Íslendingar eru ekki hófsamasta þjóð í heimi á brennivín. Það sönnuðu sjó- mennirnir tveir sem sátu á bar í Rotter- dam og drukku eins og víkingum sæmdi og voru orðnir pöddufullir. Eins og kunnugt er þá leitar vökvi, sem fer inn í líkamann, yfirleitt aftur út en á öðrum stað og þá þurfa menn að létta á sér. Félagarnir tveir spurðu því barþjón- inn hvar náðhúsið væri og hann segir þeim að það séu aðrar dyr til hægri úti á ganginum. – En þið þurfið að passa ykkur á því að það eru tvö þrep niður að karlakló- settinu. Hetjur hafsins slöguðu fram á gang en höfðu ekki tekið alveg nógu vel eftir leiðbeiningum þjónsins og því urðu fyrstu dyr til hægri fyrir valinu. Til allrar ólukku lágu þær inn í lyftustokk- inn. Þegar þeir voru komnir nokkrar hæðir niður, húkandi á þaki lyftunnar, getur annar þeirra ekki lengur orða bundist: – Heyrðu, Kalli, ef hitt þrepið er jafnhátt og þetta þá míg ég á mig! P L O K K F I S K U R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.