Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 42

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 42
42 F R Ó Ð L E I K U R O G S K E M M T U N K R O S S G Á TA N narphali er langur og þunnur beinfiskur, fremur hausstór og með mjög stór augu. Fremri bakuggi er hár og stuttur og sá aftari liggur rétt þar fyrir aftan, langur og lágur og nær aftur fyrir sporðenda þar sem hann sameinast raufarugga sem einnig er langur og lágur. Sporðblöðku vantar. Eyruggar eru í meðallagi stórir og kviðuggar fremur smáir. Snarphalinn er breiðastur á móts við bakugga en mjókkar aftur í langan hala. Hann getur orðið allt að 110 cm á lengd en sá lengsti sem veiðst hefur hér við land mældist 109 cm. Snarphali er dökkgrár á baki og uggum en silfurgrár á hliðum og kviði. Hreistur hans er fremur stórt með tenntum kili sem endar í hvössum broddi sem vísar aftur. Heimkynni snarphala eru í Norður-Atlantshafi. Hann er við Svalbarða og norðan og vestan Noregs suður á móts við Björgvin. Hann er norðvestan við Írland til Færeyja og Íslands. Þá er hann að finna við Austur- og Vestur-Grænland og í vestanverðu Atlantshafi frá Davissundi og Labrador suður um Georgsbanka og allt til Virginíu í Bandaríkjunum. Snarphali finnst hér við land á djúpmiðum í kringum landið en algengastur er hann djúpt undan Vestfjörðum frá Víkurálssvæðinu suður í áttina til Reykjaneshryggjar. Einnig er talsvert um snarphala við Færeyjahrygg en minna er um hann á djúpmiðum norðanlands. Snarphali er botnfiskur og djúpfiskur, virðist vera algengastur á 600-900 metra dýpi. Fæða hans er mest alls konar smáfiskar og hafa fundist í maga hans t.d. skjár, loðna, marsnákur og fleira. Einnig étur hann rækju, ljósátu, slöngustjörnur, burstaorma, smokkfiska og hveljur. Hrygning fer aðallega fram í febrúar til maí djúpt undan norðanverðu Vesturlandi, á Víkuráls-Dorhrnbankasvæðinu. Einnig bendir til þess að hann hrygni undan Suðvesturlandi í september. Hrygning á sér stað á 800-1000 metra dýpi og við 3-5°C og eru eggin sviflæg. Hrygnurnar verða kynþroska 16 ár gamlar en hængar 14 ára en talið er að snarphali geti náð allt að 25 ára aldri. Snarphali er aðallega veiddur í Norður-Atlantshafi, einkum undan ströndum Norður-Ameríku, af Austur-Evrópuþjóðum. Hér við Ísland hefur snarphali lítið verið veiddur en kemur sem aukaafli með öðrum fisktegundum en hefur þó aldrei verið mikill. Macrourus berglax Snarphali

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.