Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 6

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 6
6 P I S T I L L M Á N A Ð A R I N S Það virðist flestum bera saman um að skilyrðin í sjónum við landið séu með allra besta móti um þessar mundir. Það má til sanns vegar færa, enda er hitastig sjávar, að sögn vísindamanna, umtalsvert hærra en í meðalári. Ætla má að hærri sjávarhiti hafi umtalsverð áhrif á fiskveiðar við landið. Menn hafa til dæmis nefnt að vegna þess hversu sjórinn er hlýr fyrir norðan landið megi ætla að hegðun loðnunnar taki breytingum og það sama á við um rækjuna, svo dæmi séu tekin. Jafnvel hefur döpur grálúðuveiði á síð- ustu vikum vestur á Hampiðjutorgi og tregða í karfaveiðinni á Reykjanes- hrygg verið tengd við óvenjulega hlýj- an sjó við landið. Auðvitað eru þetta allt meira og minna getgátur, vísindin eru ekki orðin það örugg að þau geti fullyrt að breytingar í fiskgengd milli ára tengist með óyggjandi hætti breyttu tíðarfari og hitastigi sjávar. En vissulega vakna margar forvitnilegar spurningar í þessum efnum sem vís- indamenn geta vonandi í framtíðinni svarað með nákvæmari hætti en í dag. Kosningaumræðan Margt var skrafað fyrir kosningar. Fiskveiðistjórnunin var mönnum hug- leikin, eins og við mátti búast. Fyrn- ingarleið eða ekki fyrningarleið. Um það var helst rifist. Almenningur stóð hins vegar eins og illa gerður hlutur og skildi hvorki upp né niður hvað frambjóðendurnir voru að tala um. Leyfi mér líka að efast um að þeir hafi sumir hverjir skilið sjálfir hvað þeir voru að tala um. En hvað um það, mönnum fyrirgefst í hita leiksins fyrir kosningar. Þá er allt sagt, sem menn myndu í annan tíma ekki láta frá sér fara. Ég tók eftir því að forstjóri Sam- herja benti frambjóðendum góðfús- lega á að málið snérist ekki bara um það kerfi sem menn ynnu eftir við að draga aflann úr sjónum. Ekki mætti gleyma vinnsluþættinum og sölu af- urðanna. Þetta er hárrétt hjá Þorsteini Má. Margir vilja loka augum og eyr- um fyrir því að það er ekki nóg að veiða fiskinn í sjónum, við þurfum líka að selja hann. Íslenskar sjávaraf- urðir selja sig sjálfar, því fer víðs fjarri. Við þurfum nefnilega að hafa mikið fyrir því að selja íslenska fiskinn, miklu meira en margur heldur. En lykilatriðið í því að gera stóra sölu- samninga fram í tímann er að geta fullyrt og staðið við það að kúnninn fái þær vörur sem hann vill marga mánuði eða ár fram í tímann. Íslensk- ur sjávarútvegur á í mjög harðri sam- keppni á öllum mörkuðum og sú sam- keppni á eftir að harðna enn frekar þegar bolfiskafurðir úr eldi hrúgast inn á markaðina. Því miður getum við ekkert fullyrt um það að svo komnu máli að sjávarútvegur eins og hann er rekinn í dag verði á Íslandi eftir tíu ár, hvað þá þrjátíu ár. Þegar þetta er haft í huga er óhætt að segja að mörg bros- leg ummælin hafi fallið í kosninga- baráttunni fyrir nýafstaðnar alþingis- kosningar. Eitt er að veiða fiskinn og gildir þá einu í hvaða kerfi hann er veiddur. Annað er að selja afurðirnar og tryggja rekjanleika þeirra frá veið- um til neytenda. Sölumálin og rekjan- leikinn er það sem málið mun öðru fremur snúast um á næstu árum. Fjárskortur hjá Gæslunni Landhelgisgæslan stendur illa fjár- hagslega og hefur gert í langan tíma, eins og kemur fram í umfjöllun Ægis í þessu tölublaði. Málið kom til um- ræðu í hita leiksins í kosningabarátt- unni. Fulltrúar allra flokka dásömuðu mikilvæga starfsemi Landhelgisgæsl- unnar og hétu því að þeir vildu sjá fjárhagslegan veg hennar meiri og betri. Vonandi að eitthvað sé að marka þessar yfirlýsingar því það er með öllu ótækt að Gæslan búi við fjárskort ár eftir ár. Landhelgisgæslan er okkar „her“ og því hlýtur að vera grundvall- aratriði að henni sé skapaður eðlilegur rammi sem geri kleift að sinna eftir- litsskyldu sinni og öðrum lögboðnum verkefnum. Endurnýjun tækjaflota Gæslunnar er aðkallandi verkefni, bæði á sjó og í lofti. Alltof lengi hefur verið beðið eftir smíði nýs varðskips og endurnýjun flugflotans er líka tímabær. Vonandi leggur ný ríkis- stjórn áherslu á málefni Landhelgis- gæslunnar á þessu kjörtímabili – um það er örugglega breið samstaða í þjóðfélaginu. Af sjávarhita og hitamálum Pistil mánaðarins skrifar Óskar Þór Halldórsson, blaðamaður

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.