Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 11

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 11
11 F R É T T I R Nýliðun þorsks í Norðursjó er minni en nokkru sinni fyrr. Rannsóknarleiðangur norsku Hafrannsóknastofnunarinnar leiddi í ljós að 2002 árgangur- inn er mjög lítill. „Það lítur út fyrir að nýliðunin sé aðeins 8% af meðaltalsnýliðun áranna 1978-2002,” segir Odd Smedstad, fiskifræðingur, í viðtali við Fiskeri Tidende í Danmörku. „Jafnvel þótt þorskveiðar yrðu bannaðar strax tæki það hrygn- ingarstofninn heila eilífð að ná stærð sem gæti gefið stóra ár- ganga,” segir hann. Í rannsóknar- leiðangrinum fannst mest af eins árs þorski í Norðursjónum miðj- um en eldri þorskurinn var nyrst. Sunnan til í Norðursjónum er nánast engan þorsk að finna. „Við höfum svo sannarlega áhyggjur af Norðursjávarþorskin- um, segir Kathrine Mikalsen við hafrannsóknastofnunina norsku. Hún ritstýrir skýrslu, sem nýlega var birt. Fiskifræðingar hafa lagt til al- gjört þorskveiðibann í Norður- sjónum en þrátt fyrir það er leyft að veiða þar 27.000 tonn. Með því segja fiskifræðingar að gengið sé svo nærri stofninum að hann fari klárlega niður fyrir hættu- mörk. Ástand hrygningarstofns- ins er ekki betra, svo að mikil hætta er á að Norðursjávarþorsk- urinn teljist brátt til tegunda sem ekki er óhætt að veiða vegna út- rýmingarhættu. Ástandið er ekki heldur gott hvað varðar norsk-arktíska þorsk- inn. Fiskifræðingar ráðleggja að veiða ekki meira af honum en 305.000 tonn árið 2003. Ef farið yrði að því ráði meta þeir stöðuna svo að hrygningarstofninn gæti náð 500.000 tonnum þegar á næsta ári. En vegna samninga við Rússa munu veiðarnar nema 395.000 tonnum. Þess vegna er norsk-arktíski þorskstofninn líka í hættu. Hrygningarstofninn er á gráu svæði og sóknin svo mikil að stofninn í heild telst neðan við líffræðileg hættumörk. Vald neytenda Neytendur eru farnir að láta sig þessa hluti varða í auknum mæli. „Þegar þeir komast að raun um að þorskstofninn er í hættu þá borða þeir einfaldlega ekki þorsk,” segir Mikalsen. Einkum eru það sænskir og bandarískir neytendur sem ígrunda ástand fiskistofna þegar þeir ákveða hvaða fisk þeir borða. „Ráðamenn ættu að taka þessa hluti mjög alvarlega. Þeir gefa allt annað sjónarhorn á þjóðmála- umræðuna,” segir Mikalsen. Svíar hættu að borða þorsk þeg- ar fréttirnar bárust um slæmt ástand þorskstofnsins í Eystra- salti. Mikalsen bendir á að það sé afar erfitt að sannfæra þá um að ástand þorskstofnsins í Barents- hafinu sé eitthvað betra þegar þeir sjá að hann er á lista yfir stofna í hættu. „Neytendur mynda sér skoðun og taka afstöðu án þess að vita allt um stofninn. Þess vegna er nauð- synlegt að fá fram ítarlegar upp- lýsingar um hvað liggur að baki tölunum, segja vísindamennirnir, og benda á að fyrir liggi áætlun, sem Alþjóða hafrannsóknaráðið, ICES, samþykki, um uppbygg- ingu norsk-arktíska þorsksins.” Lítið af þorski í Norðursjó

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.