Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 17

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 17
17 Æ G I S V I Ð TA L I Ð ann og því stunda ég núna „heldrimannasportið” golf og fer í útreiðartúra þegar ég get,” segir Ingi Björn. Margir lögðu baráttunni lið Sjómannadagsráð Akureyrar heiðrar Inga Björn Al- bertsson á sjómannadaginn 2003 fyrir hans miklu baráttu á Alþingi fyrir kaupum á björgunarþyrlu fyr- ir Landhelgisgæsluna. Með þessu vill sjómannadags- ráð sýna í verki þakklæti fyrir vel unnin störf um leið og minnt er á hversu mikilvægu hlutverki öflug björgunarþyrla gegnir í öryggismálum sjómanna- stéttarinnar. „Ég verð að viðurkenna að mér kom það skemmti- lega á óvart þegar ég fékk upphringingu frá Sjó- mannadagsráði Akureyrar og mér var tilkynnt að ráðið ætlaði að heiðra mig á sjómannadaginn. Mér finnst afar vænt um þessa viðurkenningu og er stolt- ur og þakklátur fyrir að einhver skuli muna eftir bar- áttunni fyrir kaupum á björgunarþyrlu. En ég minni líka á í þessu sambandi að ég stóð ekki einn barátt- unni, þar kom margt fólk að bæði í þinginu og ann- ars staðar. Meðal annarra lögðu stéttarfélög sjómanna málinu dyggilega lið sem og aðstandendur sem áttu um sárt að binda í kjölfar sjóslysa. Og ég var í ágætu sambandi við menn hjá Landhelgisgæslunni, einkum ræddi ég málið oft við flugstjórana Pál Halldórsson og Benóný Ásgrímsson. Þeir voru mér innan handar allan tímann og mjög hjálplegir. Margir góðir þing- menn lögðu málinu lið. Sérstaklega minnist ég Guðrúnar Helgadóttur, fyrrverandi þingforseta og rithöfundar, Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ólafs Ragnars Grímssonar, for- seta Íslands og fyrrverandi þingmanns og ráðherra.” Sakna ekki þingmennskunnar Ingi Björn segist á síðustu árum hafa fylgst með Landhelgisgæslunni úr fjarlægð. „Maður óskar þess auðvitað heitast að þyrlan þurfi sem sjaldnast að fara á loft. Því miður boðar það alltof oft ógæfu þegar þyrlan er kölluð út. En við skulum ekki gleyma því að TF-LIF er gríðarlega mikilvægt öryggistæki sem hefur nú þegar bjargað mörgum bæði til sjós og lands,” segir Ingi Björn og telur miður að heyra þær fréttir frá Landhelgisgæslunni að stofnunin búi við mikið fjársvelti. „Auðvitað er þetta spurningin um forgangsröðun verkefna. Í mínum huga á að hugsa fyrst og síðast um heilsu þegna landsins,” segir Ingi Björn. Hann segist eins og hver annar hafa fylgst með umræðu stjórnmálamannanna fyrir þingkosningarnar 10. maí sl. og hafi hreint ekki saknað þess að vera utan eldlínunnar. „Já, ég get ekki ímyndað mér ann- að en að ég sé hættur í pólitík. Ekki nema aldurinn fari eitthvað illa í mig og mér detti eitthvað í hug þegar aldurinn færist yfir. En eins og staðan er í dag hef ég engan áhuga á að fara aftur inn á þing. Ég tel mig hvergi eiga heima í hinu pólitíska landslagi í dag,” segir Ingi Björn Albertsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.