Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 19

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 19
Niðursoðinn makríll og brislingur er hollustufæða og hentar líka vel nútímaneytand- anum. Sölutölur bera þess vitni. Geir-Arne Åsnæs, for- stjóri Norway Foods, er ánægð- ur með aukna neyslu Norð- manna árið 2002 á niðursoðn- um makríl í tómat.“Við fórum að framleiða litla, kringlótta dós af King Oscar makríl í tómat í ársbyrjun 2002. Inni- haldið er hæfilegt í eina máltíð, þægilegt að smyrja með því brauðsneið og dósina er auð- veldara að opna en venjulega niðursuðudós,” segir Geir- Arne. Seinna á árinu brást Stabburet, sem selur mest af makríl í tómat í Noregi, við því með því að auka fjölbreytni í framleiðslunni og nú borða Norðmenn meira af þessum niðursuðuvörum en nokkru sinni fyrr. „Það borðar engin þjóð nema Norðmenn makríl í tómat. Níutíu prósent af sardínum eru flutt út,” hefur Fiskaren eftir Åsnæs. Stærsta vandamál niðursuðu- verksmiðjanna er hár innflutn- ingstollur til Evrópusambands- landa. Á makríl og sardínum í dósum er 25% tollur. Til viðbótar kemur svo sérstakt, norskt niður- suðugjald, 0,5% af veltu. „Einungis helmingur af inni- haldi hverrar dósar er fiskur, sem þýðir að bæði dósin og vinnuaflið er skattlagt,“ segir Åsnæs. Hollur matur Norway Foods selur mest af sardínum í dósum, einkum í olíu eða tómat. Nýjasta „Miðjarðarhafsbragðið“ er líka vinsælt, einkum hjá yngri kynslóðinni, sem vel kann að meta heilsufæðu beint úr dós. Roald Oen hjá norska síldar- sölusamlaginu segir að brislings- vertíðinni hafi lokið snemma í desember vegna of lágs fituinni- halds, sem best er að sé 11%. Þess vegna varð aflinn ekki nema 1.800 tonn, sem er aðeins helm- ingur þess sem Norway Foods þarfnast. Åsnæs telur þó að hann muni fá nægan brisling í ár. “Brislingurinn sem hefði átt að ganga inn í Skagerrak veiðist við strendur Svíþjóðar og við vonum að Astrid Fiskexport í Rönneng geti séð okkur fyr- ir eins miklu og við þurf- um. Norway Foods framleið- ir nú aðeins undir merkinu King Oscar, sem Christian Bjelland fékk leyfi fyrir árið 1902. Framleiðslan byggist því á aldargamalli hefð. Meira borðað af niðursoðn- um makríl og brislingi 19 E R L E N T www.isfell.is Ísfell ehf • Fiskislóð 14 • P.O.Box 303 • 121 Reykjavík • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Allar gerðir bindivéla Stál- og plastbönd

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.