Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 20

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 20
20 Í ár er þess minnst að 75 ár eru liðin frá því hlutafélagið Shell á Íslandi, forveri Skelj- ungs hf. var stofnað þann 14. janúar 1928. Ýmislegt hefur verið gert af hálfu félagsins til að minnast þessara tímamóta. Þannig var efnt til sérstakrar afmælisviku á Shellstöðvunum dagana 14.-19. janúar þar sem viðskiptavinum buðust marg- vísleg afmælistilboð sem fólu í sér verulega afslætti frá venju- legu verði. Á sjálfan afmælis- daginn bauð Skeljungur síðan starfsmönnum og mökum þeirra til sérstakrar afmælishá- tíðar í Borgarleikhúsínu. Stofnun HF-Shell á Íslandi árið 1928 og þær miklu framkvæmdir sem félagið réðist í markaði þáttaskil í dreifingu eldsneytis á Íslandi sem fram til þess tíma hafði verið flutt til landsins í tunnum. Stærsta eldsneytis- birgðastöð landsins var reist í Skerjafirði auk þess sem minni birgðastöðvum var komið upp á lykilstöðum við ströndina og fyrsta olíuskip Íslendinga, Skelj- ungur 1. var keypt til landsins. Stofnendur HF/Shell á Íslandi var hópur kaupsýslu- og athafna- manna sem áttu 51% og Shell samsteypan sem átti 49%. Í dag á Shell samsteypan um 21% hlut í Skeljungi og mun svo umfangs- mikið, langt og samfellt samstarf við erlent stórfyrirtæki nánast einsdæmi hér á landi. Víðtæk þjónusta við sjávarút- veginn Rekstur og viðgangur HF/Shell á Íslandi og síðar Skeljungs hf. hef- ur ávallt verið samofin undir- stöðuatvinnuvegum þjóðarinnar. Í dag eru starfsstöðvar á vegum fé- lagsins um eitt hundrað og eru þar með taldar liðlega 60 bensín- stöðvar víðs vegar um land. Þjón- usta við sjávarútveginn hefur frá fyrstu tíð skipað veigamikinn sess hjá félaginu og eru fyrirtæki í sjávarútvegi meðal þýðingar- mestu viðskiptahópa Skeljungs hf. Mikil áhersla hefur verið lögð á að byggja upp virkt þjónustu- net um landið til að veita sjávar- útvegsfyrirtækjum og öðrum stórnotendum sem besta þjón- ustu. Þjónustnetið teygir einnig anga sína út fyrir landssteinana því skipaflotinn getur fengið þjónustu frá Skeljungi hf. bæði í úthafinu og í erlendum höfnum. Stærsti innflytjandi eldsneytis á Íslandi Undanfarin ár hefur Skeljungur verið stærsti innflytjandi elds- Tímamót hjá Skeljungi hf.: Shell á Íslandi í 75 ár Þjónusta við sjávar- útveginn hefur alla tíð verið snar þáttur í starfsemi félags- ins. Hér sjáum við fyrsta olíuskip Íslendinga, Skeljung 1. að landa olíu við Edinborgarbryggju í Vestmannaeyjum árið 1930.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.