Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 23

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 23
F I S K E L D I 23 Í ársskýrslu Veiðimálastofnun- ar, sem var lögð fram á árs- fundi stofnunarinnar undir lok apríl sl., er m.a. rætt um stöðu laxastofna og er tekið fram að laxveiði sé nær fullnýtt á land- inu á sama tíma og spurn eftir veiðileyfum sé vaxandi. Því hafi verð veiðileyfa hækkað. „Við þær aðstæður,” segir í skýrslunni, „er tilhneiging í þá átt að auka sókn í veiðinni bæði beint og óbeint. Þetta er áhyggjuefni, þar sem við vitum ekki nákvæmlega hvar veiði- þolmörk laxastofnanna liggja. Veiðimálastofnun minnir á að síðustu fimmtán ár hafi komið mun minna af stórlaxi úr sjó en áður var. „Þar sem hrygnur koma fremur sem stórlaxar og hængar fremur sem smálaxar hefur þessi breyting í för með sér miklar breytingar á fjölda þeirra hrogna sem hrygnt er í ánum. Þetta þýðir að sérstakrar aðgátar er þörf svo að ekki sé of nærri laxastofnum gengið.” Rannsaka samband hrygningar og nýliðunar Vegna þessa hefur Veiðimála- stofnun hrundið af stað rannsókn- arverkefnum í Krossá á Skarð- strönd og í Vest- ur- dalsá í Vopnafirði þar sem fylgst er með sambandi hrygningar og ný- liðunar. Verkefnið felst í því að teljarar telja lax sem gengur í árnar, fylgst er með veiðiskrán- ingu og seiðastofnar ánna eru kannaðir árlega. Teljurum sem skrá stærð og fjölda göngufiska hefur verið komið fyrir í nokkrum ám á landinu og niður- stöður þeirra eru m.a. notaðar við rannsóknir á veiðiálagi. „Í mörgum ám landsins er vel fylgst með seiðabúskap. Almennt hafa rannsóknir á seiðabúskap ekki sýnt merki um ofveiði. Stór- laxafæð síðustu ára veldur aukn- um áhyggjum þar sem hrygnur eru þar í meirihluta og í venju- legu ástandi leggja þær til stóran hluta af hrognafjölda árinnar þar sem stórlaxa var að finna í veru- legu magni. Afar brýnt er að vel sé fylgst með laxveiðiánum og veiðifélög viti hvar þau eru á vegi stödd hvað nýtingu laxastofna viðkemur. Þarna þurfa veiðifélög- in sum hver að bæta sig verulega,” segir Veiðimála- stofnun. Fækkun stórlaxa Stórlöxum fækkaði skyndilega á árunum 1983-1985 og þessi þró- un hefur haldið áfram síðan, segir Veiðimálastofnun. „ Um ástæður þessa er ekki vitað en líklegt er að umhverfisskilyrði í hafinu hafi breyst, þar sem viðlíka breyting hefur átt sér stað í laxastofnum í öllu Norður Atlantshafi. Þar sem stórlax er fremur í ám á Norður- og Austur- landi, hefur þessi breyting haft meiri áhrif þar. Ekki er ósennilegt að ætisslóð stórlaxa hafi verið við Grænland, en um- hverfisskilyrði þar versnuðu til mikilla muna einmitt á þessu ára- bili og hafa verið í lægð síðan.” Rannsóknir á laxi í sjó Veiðimálastofnun hefur stundað rannsóknir á laxi í sjó og telur stofnunin að þær þurfi að stór- auka. „Lengd sjávardvalar er einn þáttur í lífsferli laxins sem er að stórum hluta arfbundinn. Til að varðveita þennan mikilvæga erfðaþátt og í ljósi þeirrar langvarandi hnignunar sem verið hefur gaf stofnunin út þau til- mæli til allra hlutaðeigandi að menn tækju höndum saman að hlífa þessum fiski eins og kostur er.” Silungsveiði eykst Stofnunin minnir á að vaxandi sókn hafi verið í stangveiði sil- ungs og ljóst sé að verðmæti þeirrar nýtingar sé mikil og muni aukast. „Brýnt er að saman fari rannsóknir á líffræði og veiðiþoli þeirra stofna og aukin uppbygg- ing í veiðinýtingu. Árleg velta í kringum stangveiði á Íslandi er áætluð um 3 milljarðar. Það er því víst að þessi auðlind er stór og góðir möguleikar eru á að auka þessar tekjur. Hins vegar hafa fjárveitingar til rannsókna og þróunar á þessari miklu auðlind ekki verið í neinum takti við mikilvægi hennar.” Veiðimálastofnun um stöðu laxastofna: Sérstakrar aðgátar er þörf

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.