Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 24

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 24
24 F R É T T I R Skipasalan B.P. Skip hefur ver- ið starfrækt í 14 ár. B.P. Skip eru þjónustufyrirtæki sem veitir þjónustu við allt sem við- kemur hönnun og smíði nýrra skipa, annast kaup og sölu á notuðum skipum og einnig veitir fyrirtækið ráðgjöf sem viðkemur kaupum og sölum á fyrirtækjum í sjávarútvegi sem og rekstrarráðgjöf varðandi fiskiskip. Þá hafa B.P. Skip sömuleiðis unnið að útrásar- verkefnum fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi. „Starfsemi okkar fer fram bæði hér heima og erlendis og má segja að um 95% af okkar viðskiptum séu alþjóðleg, en þar með telst að alþjóðleg viðskipti eru þegar ann- ar aðilinn er erlent fyrirtæki. Við höfum gert sölusamninga við að- ila í 25 löndum og höfum við- skiptasambönd í um 60 löndum,” segir Björgvin Ólafsson, stofnandi BP-skipa og framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Og Björgvin bætir við: „B.P. Skip veita þjónustu frá upphafi til enda. Með því er átt við að aðili kemur til okkar ann- aðhvort til að kaupa eða selja skip og fær þjónustu þar til að skipið er komið í þá starfsemi sem því er ætlað. Í alþjóðlegum viðskiptum er það er oft svo að eitthvað kem- ur upp á seinna meir jafnvel einu til tveimur árum eftir að skipið er komið til nýs eiganda og þá reyn- um við eftir megni að hjálpa til við að afla allra nauðsynlegra upplýsinga. Við leggjum á það áherslu að viðskiptin gangi sem best fyrir sig og bæði kaupandi og seljandi hafi sem minnsta fyr- irhöfn af þeim viðskiptum sem þeir eiga sín á milli.” B.P. Skip hafa einnig staðið fyrir samning- um um nýsmíði skipa og þá eink- um í Chile. Sem dæmi um ný- smíðar sem B.P. Skip hafa haft milligöngu um má nefna haf- rannsóknaskipið Árna Friðriksson og nóta og togveiðiskipin Ing- unni, Huginn og Hákon. Skipasalan B.P. Skip: Um 95% af viðskipt- unum eru alþjóðleg

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.