Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 29

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 29
29 Þ J Ó N U S TA „Ef ég á að staðsetja fyrirtækið og þjónustu þess á einhvern hátt þá segi ég að okkar staður er úti á hafi! Það felur í sér að við veitum útgerðum þjónustu og ráðgjöf sem tekur til flestra þátta útgerðarinnar, ekki að- eins kvótakaupa. Það þarf að horfa til fjölmargra þátta í út- gerð, meta hvenær borgar sig að kaupa kvóta, hvenær borgar sig að leigja út kvóta, meta horfur á markaði, gengismál, veita ráðgjöf um skipakaup, fjármögnun og svo framvegis. Þetta er dæmi um þá þætti sem við tökum að okkur hjá SM Kvótaþingi ehf. og lykilþætt- irnir í svona þjónustu eru síðan að ávinna traust og trúnað við- skiptavina og sýna heiðarleika í hvívetna í þjónustunni,” segir Svetlana Markovic sem í febrú- ar sl. stofnaði fyrirtækið SM Kvótaþing ehf. Tilgangur með stofnun SM Kvótaþings ehf. var að setja á stofn fyrirtæki sem gæti veitt al- hliða þjónustu í sjávarútvegi. Með alhliða þjónustu er átt við að fyrirtækið mun stunda kvóta- miðlun, skipamiðlun og alhliða ráðgjöf varðandi fjárfestingar, fjármögnun og kaup á veiðiheim- ildum. Svetlana segir að fyrirtækið sé algjörlega óháð öllum hagsmuna- aðilum í sjávarútvegi og leitist við að veita öllum viðskiptavin- um sínum óhlutdræga og góða þjónustu. Starfsmenn fyrirtækis- ins stundi miðlun sína á veiði- heimildum og skipum með það í huga að markaðurinn, þ.e. fram- boð og eftirspurn fái að stýra verðþróun. Svetlana hefur starfað við kvótamiðlun í tæplega tvö ár og hefur því öðlast umtalsverða reynslu á þessu sviði. Hún segir að vissulega sé verð á varanlegum aflaheimildum hátt um þessar mundir en að hennar mati er lík- legt að verð á varanlegum afla- heimildum eigi eftir að stíga eitt- hvað á næstunni í kjölfar kosn- inga og nýs stjórnarsáttmála. Leiguverð aflaheimilda fer hins vegar lækkandi. „Mér kom nokkuð á óvart að sjá í stjórnarsáttmála ákvæði um aukinn byggðakvóta. Miðað við umræðuna í kosningabaráttunni mátti búast við línuívilnun en bæði þessi atriði munu hafa áhrif á kvótaverð á næstunni, auk held- ur sem við munum sjá áhrif af aukningu aflaheimilda sem boð- aðar voru í kosningabaráttunni. Þessu til viðbótar er rætt um aukna veiðiskyldu, sem að mínu mati mun ekki hafa mikil áhrif en hins vegar yrðu mikil áhrif merkjanleg ef farið yrði út í skerðingu á framsalsheimildum þar sem það myndi leiða til hækkunar á kvótaverði. Saman- lagt tel ég ótvírætt að þessar stjórnvaldsaðgerðir munu hafa áhrif þó erfitt sé að meta að svo stöddu hversu mikil þau verða á kvótaverðlag,” segir Svetlana. Heiðarleiki, virðing og traust eru þeir þættir sem Svetlana segir mikilvægt að leggja áherslu á í þjónustu við viðskiptavini. „Okk- ar hlutverk er ekki það að segja útgerðum það sem þær vilja heyra heldur að leggja faglegt mat á það sem þær eru að gera eða hafa fyrirætlanir um að gera og segja okkar skoðun,” segir Svetlana Markovic. SM Kvótaþing ehf. í þjónustu við sjávarútveginn: Ráðgjöf um flesta þætti sem að útgerð snúa Svetlana Markovic, eigandi og framkvæmdastjóri SM Kvótaþings ehf. Mynd: Sverrir Jónsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.