Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 33

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 33
33 G Æ Ð A M Á L heildareinkunn, svonefndan gæðastuðul, sem fylgja á beinni línu með geymslutíma í ís. Nokkur reynsla er komin á notkun gæðastuðulsaðferðar hér á landi, einkum varðandi þjálfun fólks. Aðferðin er mjög hentug til kennslu og þjálfunar og samræm- ingar á mati. Vaxandi áhugi er fyrir gæða- stuðulsaðferðinni og hefur aðferð- in verið þróuð fyrir ýmsar fiskteg- undir og skelfisk, m.a. þorsk, karfa, ýsu, ufsa, síld, eldislax, skarkola, sólflúru, sandkola, sand- hverfu og rækju o.fl. Þar sem gæðastuðullinn fylgir línulega geymslutíma í ís við eðlilega geymslu er einnig möguleiki á að nota upplýsingarnar við fram- leiðslustýringu. Þannig er hægt að spá fyrir um hversu langt er eftir af geymsluþoli fisksins ef hann er geymdur við eðlilegar aðstæður í ís. Ef fiskurinn er met- inn áður en hann er fluttur milli landshluta og landa er hægt að spá fyrir um í hvaða ástandi hann verður eftir ákveðinn tíma í flutn- ingi svo framarlega sem geymslu- aðstæður eru góðar á leiðinni. Samræmdar aðferðir við mat á ferskum fiski í Evrópu Öryggi og gæði matvæla eru mikilvægir þættir í Evrópu. Þess vegna er áríðandi að varðveita há- marksgæði fisks (sem er eitt af viðkvæmustu matvælunum) á öll- um stigum hinnar flóknu fisk- keðju til að þess að geta tryggt öryggi, ferskleika og mikil gæði á lokaafurðum. Gæðastuðulsaðferð- in (QIM) er nú notuð í rannsókn- um á fiski á flestum rannsókna- stofnunum í Evrópu. Vaxandi áhugi hefur verið í fiskiðnaði og fiskmörkuðum í Evrópu á gæða- stuðulsaðferðinni (QIM). Rf hefur á undanförnum árum unnið að þróun QIM í samstarfi við Hollendinga og Dani og nú hafa Norðmenn, Þjóðverjar, Spán- verjar og Portúgalir bæst í hóp- inn. Evrópusambandið hefur styrkt þessar rannsóknir og nú liggur fyrir matskerfi fyrir 12 fisktegundir með ljósmyndum í handbókinni „Sensory Evaluation of Fish Freshness; Reference manual for the Fish Industry“ se, gefin var út árið 2003. Einnig er til hugbúnaður til notkunar fyrir ferskfiskmat nefnt „Wisefresh“ og fyrirtækið Maritech markaðssetur. Í nýju Evrópuverkefni (QIMCHAIN - Introduction of Quality Index Method (QIM) in the European Fishery Chain No. QLAM-2002-00152) er áhersla lögð á að kynna QIM fyrir fisk- iðnaði í Evrópu verður handbókin þýdd á 9 Evróputungumál til við- bótar. Ljóst er því að QIM aðferð- in mun verða mjög þekkt í Evr- ópu innan tveggja ára. Nokkrir hollenskir og belgískir fiskmark- aðir hafa tekið upp þessa aðferð og þrír hollenskir fiskmarkaðir hafa keypt hugbúnaðinn. Breskir fiskmarkaðir hafa einnig sýnt að- ferðinni mikinn áhuga. Mikilvægt er fyrir Íslendinga að nýta sér það forskot sem þeir hafa með því að hafa tekið þátt í þessari þróun frá upphafi. Búist er við að þessi aðferð verði tekin upp sem samræmd aðferð í Evr- ópu í framtíðinni. Þjálfun starfmanna fiskmarkaða Í fiskiðnaði þurfa að vera þjálfaðir skynmatshópar eða matsmenn til að framkvæma skynmat í daglegu gæðaeftirliti. Til að forðast rangt mat í skynmati er nauðsynlegt að fylgja skilgreindum einkunna- kerfum eða leiðbeiningum og stöðlum. Í vetur hafa verið haldin nokk- ur námskeið í skynmati á heilum fiski með áherslu á gæðastuðuæs- aðferðina á vegum Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins og Sam- taka uppboðsmarkaða fyrir starfs- fólk fiskmarkaða. Námskeiðin voru styrkt af sjóðunum Sjó- mennt, Starfsafli og Landsmennt. Gefin var út handbók í mati á ferskleika fisks sem nýtast mun við kennslu/þjálfun/endurmennt- un starfsfólks fiskmarkaða/fisk- vinnslu og annarra sem með- höndla afla. Handbókinni var dreift til þátttakenda námskeið- anna. Í handbókinni var fjallað um skynmat almennt og skynmat í fiskiðnaði. Þátttakendur nám- skeiðanna voru fljótir að tileinka sér gæðastuðulsaðferðina og urðu fljótt nokkuð öruggir í notkun á aðferðinni. Með aukinni þjálfun ættu matsmenn að geta fram- kvæmt mat með gæðastuðulsað- ferð á mjög fljótan og öruggan hátt. Slíkt mat gefur ómetanlegar upplýsingar um gæði fisksins sem nýtast munu við bæði dreifingu hans og framleiðslu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.