Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 34

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 34
34 F I S K V I N N S L A Ferskleiki í krapanum Í upphafi skyldi endinn skoða og það á ekki síður við í fiskvinnslunni en annars staðar. Fyrsta stig vinnslunnar er kæling á fiski eftir aðgerð úti á sjó og þar hefur þörf fyrir mismundi þykkt á krapa varð hvatinn að hönnun á nýju krapakerfi sem kemst inn á flest millidekk um borð í skip- um. Kerfi Skagans er nefnt FIS- 100 Combi og er sambyggt úr forkæli, ísvél og krapablandara í eitt tæki. Afköst á sólarhring eru allt að 100 tonn af 15% þykkum krapa eða 35 tonn af 50% þykk- um krapa. Stærðin er aðeins (Lx- BxH) 2300 x 2300 x 1950 mm. Kerfið hentar jafnt til nota á sjó og í landi þar sem hægt er að búa til krapa í því úr fersku vatni, sjó og pækil eftir aðstæðum. Sigurður Guðni segir að hönn- unarforsendur við gerð vélarinnar hafi verið eftirfarandi: • Hámarks afköst í lámarks rými. • Að geta afgreitt þrjár mis- mundi blöndur af krapa á sama tíma frá einu og sama kerfi. • Þykkt á krapa allt að 50%. • Stýring á hitastigi og þykkt með einföldum hætti. „Krapi er notaður til að kæla fiskinn niður í móttöku og halda hitastigi hans lágu meðan hann er unninn. Til þessara nota er þunn- ur krapi með 15-20% þykkt hentugur. Mikilvægi þess að hafa stjórn á hitastiginu í þessu ferli verður seint ofmetinn. Þetta á jafnt við um ísfiskskip og land- vinnslu. Heill fiskur er almennt fluttur í körum, hvort heldur er á sjó eða í landi. Ísþykkni með allt að 50% ísinnihald hentar best í körin. Krapinn léttir þá þrýsting af fisk- inum sem liggur í nokkurs konar snjóhúsi. Krapanum er dælt í botn karsins og síðan sett á víxl fiskur og krapi. Með því að leyfa krapanum að „drainast” verður eftir snjór sem umlykur fiskinn og léttir af honum þrýstingi. Með endurbótum á hnífnum í krapa- vélinni hefur tekist að búa til fín- kornaðan snjó sem heldur fiskin- Skaginn hf. kemur fram með nýjungar fyrir fiskvinnsluna: „Landvinnslan á mikið undir tækniþróuninni“ Skaginn hf. á Akranesi er eitt þeirra íslensku fyrirtækja sem sérhæfa sig í tækniþróun búnaðar fyrir fiskvinnslu. Flestir eru sammála um að tækniþróunin í fiskvinnslu geti ráðið úrslitum um framtíð landvinnslunnar og samkeppnishæfni hennar. Undan- farna mánuði hefur Skaginn unnið að þróun nýrra tækja sem stuðla eiga að bættri nýtingu og aukinni arðsemi í landvinnslu. Með bættri meðferð fisksins frá veiðum til loka vinnslu má auka verðmæti afurða umtalsvert. Þetta leiðarljós er haft í huga í öllu ferlinu. Á markaðinn eru komin tæki og önnur eru á lokastigi þró- unar í þessu ferli. Ægir mun að þessu sinni beina kastljósi að tækniþróun Skagans og í komandi blöðum verður fjallað um fleiri íslensk fyrirtæki sem eru að koma fram með athyglisverðar nýjungar þessi misserin. Rætt var við Sigurð Guðna Sigurðsson, framkvæmdastjóra Skagans, um vöruþróun fyrirtækisins. Flæðilína frá Skaganum í notkun hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi. Þrívíddarmynd af lausfrysti frá Skaganum hf.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.