Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 37

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 37
F I S K V I N N S L A 37 heldur ferskleika afurðanna og fiskurinn getur farið í áframhald- andi vinnslu hvort sem hann fer á markað ferskur eða frosinn. Að- ferðin hentar fyrir allar tegundir bolfisks, hvort sem er fyrir bita- vinnslu eða flakavinnslu. Aukið hlutfall í verðmætustu afurðirnar og bætt nýting færir landvinnsl- unni nýja framtíðarsýn,“ segir Sigurður. Roðdráttur og beingarðstaka Lokaþátturinn í vinnslulínu Skagans er önnur flæðilína þar sem flakið kemur frá roðfrystin- um og að sambyggðri vél sem roðdregur og fjarlægir beingarð. Roðfrysting byggir á því að frysta roð fisksins og þunna skel af holdinu. Roðhlið flaksins liggur á teflonhúðuðu álbandi (- 35 til – 40°C) sem snöggfrystir þunnt lag af flakinu. Hröð frysting í skamman tíma tryggir að einung- is örsmáir ískristallar myndast í holdinu sem valda ekki skemmd- um á fiskinum. Eftir frystinguna fer flakið í roðdrátt. Þar sem flak- ið er stíft fer það gegnum roð- drátt án þess að skemmast. Við- kvæm flök fara jafnt í gegnum roðdrátt og loslaus flök. Þessi vél er enn í þróun. Gerð hefur verið frumgerð sem er í prófun og lofa niðurstöður góðu. Við að taka beingarðinn frá roðhliðinni er ekki skorið í gegnum hold fisks- ins og flakið nýtist betur í verð- mestu afurðirnar. Eftir að bein- garður hefur verið fjarlægður er flakið snyrt. Afurðir Markmið varðandi afurðina er að með því að breyta vinnsluaðferð- inni batnar afurðaskipting og nýting, jafnframt því að gæði aukast. Sigurður segir að út frá þeim mælingum sem þegar hafi verið gerðar sé niðurstaðan eftirfarandi: • Heildarnýting eykst Þetta byggist á þrem atriðum. Roðdráttur er betri þannig að minna af holdi fylgir roði. Við að taka beingarðinn frá roðhlið kemur minna hold með bein- unum jafnframt því sem flakið helst heilt. Minna vökvatap er í vinnslunni þar sem yfirborðið er frosið og vökvinn lekur ekki úr holdinu. • Afurðaskipting batnar. Ekkert los myndast við roð- drátt né aðra meðhöndlun þar sem flakið helst stíft í vinnsl- unni. Bitahlutfall hækkar þar sem beingarðurinn klýfur ekki flakið. Þunnildi eru skorin á annan hátt sem eykur hlutfall þess sem fer í A-afurð. Þunnildi er óskemmt og auðsnyrt eftir roðdrátt og beinhreinsun. Þunnildið fer í auknum mæli í blokk eða jafnvel sem lausfryst- ur biti. Í stuttu máli sagt þá haldast gæði flakanna óbreytt í gegnum vinnslurásinni. • Nýjar afurðir. Flök sem áður fóru í blokk koma ósködduð í gegnum vinnsluna og eru seld heil, fersk eða frosin. Jafnframt er auðvelt að skera minni bita þar sem flakið er stíft þegar það er skor- ið niður. Eldra hráefni nýtist til vinnslu í ferskar afurðir, jafn- framt því sem ferskar afurðir þola lengri geymslu. Möguleiki er á vinnslu þunnildabita. • Afköst aukast Betri flök og minni meðhöndl- un leiðir til minni vinnu við hvert flak. Minni vinna við beintöku með nýrri aðferð. Breytt afurðaskipting minnkar meðhöndlun afurða bæði í snyrtingu og pökkun. Formföst flök og bitar minnka vinnu við pökkun og lausfrystingu. Aukin gæði afurða Sigurður segir að snögg kæling og kaldur fiskur í gegnum vinnsluferlið tryggi að ferskleik- inn haldist í vinnslunni, en rýrni ekki. Þar sem flakið er stíft í allri vinnslunni myndast ekki los í því og útlit þess helst eins og það var við upphaf vinnslunnar. Minni hætta er á að bein verði eftir í fiski eftir að beingarðurinn er fjarlægður. Aðskilin vinstri og hægri flök auðvelda ormaleit. Helstu kostir aðferðarinnar í vinnslu eru: • Lágmarks bakteríusmit Eftir flökun liggur flakið á roð- hliðinni allt þar til það er roð- flett. Bakteríur eru á roðhlið flaksins. Hold fisksins snertir því aldrei færibandareimina en krosssmit milli flaka á sér stað á henni. Fækkun baktería sem komast í flökin getur lengt þann tíma sem hægt er að selja flökin sem ferska afurð. Veru- leg verðmætaaukning er ef tekst að lengja þann tíma sem unnt er að selja fiskinn sem ferskan. • Afurðin er kæld í byrjun vinnslunnar og helst köld í allri rásinni. Í stað þess að fiskurinn hitni í vinnslurásinni eins og gerist í hefðbundinni vinnslu lækkar hitastig hans við roð- frystinguna. • Snyrting og beintaka á sér stað á sjálfu bandinu. Flökin koma aðskilin eitt og eitt. • Hægri flök á annarri hlið bandsins og vinstri flök á hinni. Þetta lágmarkar meðhöndlun og bætir vinnuaðstöðu við snyrtingu. Varan er stíf og heldur form- inu. Flakið heldur forminu alla leið inn á lausfrysti eða í pökkun ef afurðin er seld fersk. Flökin eru aldrei sveigð né hnoðast saman í vinnsluferlinu, en það eykur los í holdi og rýrir gæði. Stífleikinn auðveldar alla meðhöndlun og varðveitir gæði fisksins. Sigurður leggur áherslu á að út frá fyrirliggjandi gögnum geri tæknin að verkum að unnt sé að vinna nánast öll flök í heilflaka- vinnslu, nýting batni og mun hærra hlutfall af hverju flaki fari í verðmestu afurðirnar. Ástand flaksins breytist ekki í vinnslu- rásinni. Mest verðmætaaukning er í viðkvæmum afurðum svo sem ýsu og uppþýddum þorski. „Eins og ég sagði áður er tækniþróunin mikilvæg fyrir framtíð landvinnslunnar en einnig er mikilvægt að hafa í huga að að þessari vinnu koma með okkur fyrirtæki og stofnanir, s.s. Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Aðkoma þessara aðila getur haft mikla þýðingu um árangurinn,“ segir Sigurður Guðni Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Skagans hf. Krapa dælt í kar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.