Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 40

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 40
40 F R É T T I R Á síðasta ári var settur á mark- aðinn Sjómannahringurinn svokallaði, sem Haukur Valdi- marsson, gullsmíðameistari í Carat í Smáralind hannar og smíðar. Hringurinn er smíðað- ur úr gulli, hvítagulli og silfri og er hver hringur með rað- númeri sem er skráð á þann sjómann sem ber hringinn. Á hringnum er akkeri sem er unnið úr 14 karata hvítagulli. Hugmyndina að Sjómanna- hringnum átti Hildur Jónsdóttir, myndlistarkona og sjómannsdótt- ir. Grunnhugmynd hennar var að hringurinn væri einskonar sam- einingartákn allra íslenskra sjó- manna. Hildur setti sig í sam- band við Sjómannasamband Ís- lands, Farmanna- og fiskimanna- samband Íslands, Vélstjórafélag Íslands, Landssamband smábáta- eigenda og Sjómannadagsráð Reykjavíkur og fékk góðan stuðning allra þessara samtaka við hugmyndina. Í kjölfarið var ráðist í hönnun og smíði hringsins og nú eru á annað hundrað sjómenn á landinu komnir með hringinn. Haukur Valdimarsson, gull- smiður, segir að hringurinn hafi vakið almenna hrifningu. „Mér er kunnugt um að margir hafa gefið sjómönnum Sjómannahringinn. Til dæmis seldum við margra hringa fyrir jólin,” segir Haukur og getur þess að hver og einn hringur sé sérsmíðaður fyrir við- komandi. „Ég á Sjómannahring- inn ekki á lager. Ég byrja á því að mæla fingur þess sem ber hring- inn og smíða hringinn síðan sam- kvæmt því,” segir Haukur. „Hringurinn er tilbúinn innan viku frá því að hann er pantaður,” bætir hann við. „Hringurinn er klæddur gulli, ekki gullhúðaður, sem þýðir að hann endist vel og tekur ekki breytingum.” Eins og áður segir eru hring- arnir númeraðir og er númerið grafið innan í hringinn sem og fangamark viðkomandi, sé þess óskað. „Ég skrái niður á blað hjá mér eigendur hringanna,” segir Haukur og bætir við að hann hafi fengið fyrirspurnir frá heilu áhöfnunum um Sjómannahring- inn. „Það er greinilegt að æ fleiri vita af þessu. Við komum með hringinn á markaðinn í kringum sjómannadaginn í fyrra og síðan höfum við verið að kynna hann,” segir Haukur og gefur upp að eitt stykki Sjómannahringur kosti 20 þúsund krónur. Hægt er að kaupa gjafakort fyrir hringnum. Sjómannahringurinn nýtur vaxandi vinsælda Haukur Valdimarsson, gullsmíðameistari, í Carat í Smáralind hannaði og smíðar Sjómannahringinn. Myndir: Sverrir Jónsson. Skreiðarverkun hefur alltaf verið happdrætti. Skreiðarverkend- ur í Lofoten í Noregi hafa hengt upp minna af þorski í ár en 2002 og stærstu bátarnir hættu veiðum í mars. Hjá sumum hefur talsvert af fiski skemmst og nokkrar birgðir frá fyrra ári eru óseldar. Verðið er lágt en vonast er til þess að það hækki. Ólíkt því sem nú er var síðari hluti vetrar 2002 mjög þurr. Þannig hélst veðrið út maí og fiskurinn þornaði of hratt. Þessi vetur hefur verið hlýr og votviðrasamur. Í slíku veðri er hætta á að fiskurinn skemmist. „Þetta tíðarfar getur verið jafn gott eða vont og hitt,“ segir Ansgar Pedersen, skreiðarverkandi og matsmaður á Røst, í viðtali við Fiskaren. „Enn höfum við ekki séð nein merki um gæðarýrnun. Milt veður, rigning og þokuloft er það venjulega hér.” Minni framleiðsla Þurrviðri í fyrra er orsök þess að margir útflytjendur eiga enn birgðir af fiski óseldar. Áætlað er að á bilinu 400 til 500 tonn séu í Lofoten. Rune Stokvold hjá Stokfish Eksport AS í Noregi telur að Lofotenskreiðin verkist umtalsvert betur en í fyrra. “Það var snemma byrjað að hengja upp, sem þýðir stærri og holdmeiri fisk. Vegna góðs afla heima fyrir hefur líka minna verið flutt að af fiski til að hengja upp. Hins vegar er erfitt að slá nokkru föstu fyrr en í lok maí.” Um miðjan mars sl. var búið að hengja upp rúm 19.800 tonn af óslægðum fiski í Noregi, sem er um 2.700 tonnum minna en á sama tíma í fyrra. Byrjað var að hengja upp 1-2 vikum fyrr en 2002. Líklegt er að hengd verði upp ein 22.000 tonn af óslægðum fiski, sem eru rúm 14.600 tonn af slægðum fiski sem verða rúm 4.500 tonn af skreið. Í fyrra nam skreiðarframleiðslan um 5.000 tonnum. Vonast eftir verðhækkun á skreið

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.