Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 44

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 44
44 Á L A R A N N S Ó K N I R kíló að þyngd. Hrygnurnar verða mun stærri en hængarnir. Stærsti áll sem hefur verið mældur hér á landi var 130 cm langur og vó 6,5 kíló. Fyrstu fimm árin vex ál- linn um 4-6 cm á ári, en síðan dregur úr vextinum og eftir það vex hann um 1-2 cm á ári. Hængar verða kynþroska 5-10 ára gamlir og eru þá orðnir 30 til 50 cm langir. Hrygnurnar verða á hinn bóginn kynþroska 8-15 ára og eru þá 50-100 cm. Kyná- kvörðun hjá álnum er umhverfis- háð og er hlutfall hrygna óvenju- hátt á Íslandi. Álinn hefur mjög næmt lyktarskyn og notar það við að leita uppi bráð sína. Vitað er að állinn étur orma, snigla, krabbadýr og skordýr, einnig hrogn, hornsíli og seiði annarra fiska. Lítið hefur verið veitt af ál við Ísland á síðustu árum, en fyrir um fjórum áratugum var hann nýttur í umtalsverðum mæli. Þannig eru til upplýsingar um 15 tonna ála- veiði árið 1961 og var állinn þá fluttur lifandi til Hollands. Árið eftir var byggt álareykhús og veiðin var um 22 tonn. Síðan dró ört úr þessum útvegi. Ekki vitað um stofnstærð „Það hefur komið í ljós í þessum rannsóknum að ál er að finna í sjó allt í kringum landið, en til þessa hefur verið talið að állinn væri hér við land aðeins í ferskvatni eða saltblönduðu vatni – sjávar- lónum eða árósum. Rannsóknirn- ar benda hins vegar til að áll sé í töluverðu mæli í sjó hér við land og komi aldrei í ferskvatn. Þess vegna er mjög erfitt að segja til um á þessu stigi hversu stór þessi stofn er hér við land,” segir Bjarni Jónsson í samtali við Ægi. „Með frekari rannsóknum þurfum við að leiða í ljós eins og kostur er hversu stór þessi stofn er,” segir Bjarni. Hann segir að framundan séu spennandi álarannsóknir, meðal annars þurfi að afla víð- tækra upplýsinga um ýmsa líf- fræðilega þætti álsins og frekari nýtingarmöguleika. Tekin erfðasýni af álum. Vitjað um álagildrur í Áshildarholtsvatni í Skagafirði. Glerálar veiddir með scuba háfum á flóði við Vogslæk á Mýrum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.