Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 48

Ægir - 01.04.2003, Blaðsíða 48
48 Barónstíg 5 - 101 Reykjavík Símar 551 1280 og 551 1281 - Fax 552 1280 M/S KEILIR Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með nýtt og glæsilegt skip M/S Keilir er búinn: 1x MAN B&W Alpha aðalvél gerð 9L27/38-FVO 2x MAN B&W Holeby ljósavélar gerð 6LI6/24 1x MAN/Demp hafnarljósavél gerð D2866TE Fyrir skömmu kom til heima- hafnar hér á landi nýtt olískip í eigu Olíudreifingar hf. Skipið var smíðað í Kína en yfirhönn- un var í höndum starfsmanna Ráðgarðs Skiparáðgjafar. Keilir er nafn skipsins og hefur það burðargetu fyrir 5,2 milljónir líta af eldsneyti. Smíðaverð skipsins var um einn milljarður króna. Keilir er 103,2 metrar að lengd og 15 metrar að breidd. Skipið er rösklega 6000 tonn að eigin þyngd. Aðalvél Keilis er MAN B&W Alpha 9L27/38. Vélin er rösklega 3000 kW við 800 snúninga á mínútu. Niðurfærslugír er einnig frá MAN B&W, sem og tvær hjálparvélar. Þessi búnaður er all- ur frá umboðsaðila Man B&W á Íslandi, Afltækni ehf. Skrúfubúnaður er frá Schottel og stýrisvél frá Rolls Royce/Ten- fjord. Dælur eru af gerðinni ITUR og seldar af Framtaki ehf. Eldsneytis og smurolíukerfi eru frá Alfa Laval, seld af Sindra hf. Fyrir heimkomu var skipið málað með málningu frá International sem HarpaSjöfn hefur umboð fyr- ir hér á landi. Öll tæki í brú koma frá Radio- miðun. Þar má nefna MaxSea siglingatölvu, Bridgemaster Dekka ratsjá, C-Plath sjálfstýr- ingu og gíró. Fjarskiptabúnaður er frá Sailor og myndavélakerfi frá Orlaco. Í Keili eru 10 olíugeymar og sérstakur dælubúnaður í hverjum geymi. Þetta þýðir að skipið get- ur flutt allt að níu tegundir elds- neytis samtímis Losunarbúnaður skipsins er mjög öflugur, sem best má ráða af því að hægt er að losa eina millj- ón lítra á klukkustund. Nýtt íslenskt olíuskip - hannað á Íslandi og smíðað í Kína N Ý T T O L Í U S K I P

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.