Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 6

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 6
6 P I S T I L L M Á N A Ð A R I N S Það er margs að gæta um þessar mundir í hérlendum sjávarútvegi. Engin lognmolla, sem betur fer. Tækninni fleygir fram þannig að tækni gærdagsins er úrelt í dag. Þetta er auðvitað afar mikilvægt því engar framfarir verða í sjávarútveginum nema tæknistigið þróist og greinin hafi ávallt í sinni þjónustu bestu mögulega tækni. Í því felst hagræðing greinarinnar og þróunarmöguleikar. Fyrirtæki sem hafa í gegnum tíðina verið leiðandi í þróun á flæðilínum hér á landi og raunar um heim allan, Marel og Skaginn, eru að koma fram með nýjungar sem að margra mati munu ráða úrslitum um framtíð hefð- bundinnar landvinnslu hér á landi - hvorki meira né minna. Hafi einhvern tíma verið mikil þörf fyrir að hagræða og leita hagkvæmra lausna í landvinnslunni hér á landi, þá er það núna. Við lifum í breyttum heimi hvað þetta varðar, ógnirnar koma úr óvæntum áttum - Kína. Hver hefði trúað því fyrir fáeinum misserum að Kínverjar myndu keppa við okkur af alvöru á nokkrum af okk- ar helstu samkeppnismörkuðum fyrir sjávarafurðir? Þetta er samt staðreynd- in, bitur staðreynd. Kínverjar eru farnir að stunda það í stórum stíl að kaupa bolfisk og vinna hann inn á sömu markaði og við erum að selja. Munurinn er sá að launakostnaður pr. einingu í Kína er aðeins brot af því sem við þekkjum hér. Þess vegna munar Kínverja ekkert um að borga háar fjárhæðir í flutningsgjöld fyrir óunninn fisk til Kína og fullunnar af- urðir frá Kína á markaði á Vesturlönd- um. Þeir geta samt boðið lægra verð. Lengi vel trúðu menn því ekki að Kínverjum myndi takast að ná ákveð- inni stöðu á markaðnum, en raunin hefur orðið önnur. Þeir hafa lagt eins mikla fjármuni í aðbúnað og tækni og kaupendur gera kröfu um. Ef við náum ekki að svara þessari ógn á næstu misserum með enn frekari tækni og hagræðingu í landvinnsl- unni, verðum við í erfiðum málum. Og ekki hjálpar hátt gengi íslensku krónunnar um þessar mundir. Hinu mega menn samt sem áður ekki gleyma að þrátt fyrir allt erum við með mjög sterka stöðu á ýmsum mörkuðum - bæði austan og vestan Atlantsála. Sem dæmi hefur útflutn- ingur á ferskum fiskflökum aukist mjög á undanförnum misserum og kann kúnninn vel að meta að fá nýjan ferskan fisk af Íslandsmiðum á pönn- una tveimur til þremur dögum eftir að hann er veiddur. Það má fastlega búast við að þessi útflutningur eigi eftir að aukast enn frekar á komandi mánuðum. Kvalafullt hvalamál Eins og fyrri daginn er hvalamálið í deiglunni. Sagan endalausa. Við virð- umst þó vera nær því að hefja veiðar á hval en oft áður, hvað sem líður óend- anlegum vandræðagangi í Alþjóða- hvalveiðiráðinu. Furðulegt apparat þetta Alþjóðahvalveiðiráð. Loksins kom upp á yfirborðið á ársfundi þess um miðjan júní, sem út af fyrir sig allir vissu en enginn hefur þorað að segja beint út, að hvalveiðiráðið er hvalfriðunarráð. Þá vita menn það. Það eru óneitanlega margar hliðar á þessu hvalveiðimáli. Menn vita að ís- lenskur sjávarútvegur er í bullandi samkeppni við hvalina um okkar helstu nytjastofna í hafinu. Þetta virð- ast vísindamennirnir vera nokkuð sammála um. Hvalirnir eru að éta okkur út á gaddinn, segja menn. Það má til sanns vegar færa þegar horft er til þeirrar miklu fjölgunar á hvölum við landið - ekki síst hefur hrefnu- stofninn bólgnað út. Það er engin spurning að hvala- stofnarnir við landið þola umtalsverða veiði. Hins vegar er ekki nóg að veiða hval, það þarf að selja afurðirnar. Menn tala að vísu um veiðar í vísinda- skyni til að byrja með, síðan verði far- ið í alvöru veiðar. Norðmenn hafa ekki ennþá náð að selja hvalaafurðir til Jap- ans, hvað sem síðar kann að verða. Kjötið hleðst því upp í frystigeymsl- um. Við Íslendingar höfum að vísu keypt lítillega af hvalkjöti frá Noregi og sömuleiðis Færeyingar, en það er aðeins dropi í hafið. Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað í hvalaumræðunni hvort við höfum í hendi borðleggjandi sölu á hvalaafurðum frá Íslandi til Japans - sem alltaf hefur verið okkar helsti markaður fyrir hvalkjöt. Er vit í því að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á meðan markaðsmálin eru ekki klár? Vilji þjóðarinnar virðist vera á þann veg að við eigum að hefja hvalveiðar sem fyrst og fyrir liggur skýr vilji Al- þingis í sömu veru. Engu að síður er alveg ljóst að hver svo sem niðurstaða stjórnvalda verður, er síður en svo að vænta friðar um hvalveiðimálið. Hvalaskoðunarmenn hafa vel látið vel í sér heyra að undanförnu og munu ör- ugglega gera áfram. Af tækniframförum og hvalveiðum Pistil mánaðarins skrifar Óskar Þór Halldórsson, blaðamaður

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.