Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 10

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 10
10 R A N N S Ó K N I R Næsti leiðangur sem ungviði þorsks og ýsu veiðist í er stofn- mæling innfjarðarrækju að hausti (SMGh) sem fer fram í september og október. Þar er togað á föstum togstöðvum í flestum fjörðum og flóum við Norður- og Norðvest- urland. Rækjuvarpan sem er not- uð í leiðöngrunum er smáriðin eða með 36 mm riðli í poka og belg. Pokinn er svokallaður síðu- poki. Á þessum tíma eru 0- grúppu þorsk- og ýsuseiði orðin botnlæg og veiðast því oft í tals- verðu magni. Næst verður 0-grúppu seiðanna vart í stofnmælingu botnfiska að hausti (SMH) sem er í október ár hvert frá árinu 1995. Þar er notuð fiskibotnvarpa með klæddum poka með sama riðli og er í rækjuvörpunni. Þessi leiðangur nær yfir allt landgrunnið og reyndar aðeins út fyrir það, því hér er mikil áhersla lögð á að meta stofnstærð ýmissa tegunda sem halda sig á nokkru dýpi, t.d. karfa og grálúðu. Að sama skapi eru grunnslóðarstöðvar fremur fáar og af þeirri ástæðu fæst að jafnaði ekki mikið af ungþorski í þessum leiðangri. Nokkuð fæst af ungýsu í SMH en þar sem ekki hefur unnist tími til að aldurslesa ýsukvarnir úr þessum leiðöngrum eru ekki til aldursskiptar vísitölur fyrir ýsu úr SMH. Fjórða könnunin þar sem veiðist fiskur, sem nú er orðinn 1 árs, er stofnmæling innfjarðar- rækju í febrúar (SMGv). Þetta er svipuð könnun og SMGh nema hér er notaður leggpoki en veru- legur hluti eins árs þorsks sleppur út um möskva hans, vegna þess að möskvarnir haldast mun opn- ari í drætti heldur en möskvar síðupokans. Eins árs ýsa er aðeins stærri en þorskurinn á sama aldri og fæst þarafleiðandi fremur í leggpoka en hann. Í töflum 1 og 2 eru auk talna úr seiðaleiðangri birtar fjöldavísi- tölur 0-grúppu þorsks og ýsu í rækjuleiðöngrum á fjörðum vest- an og norðan lands allt frá árinu 1978. Árin 1978-1987 voru firð- irnir þó aðeins fjórir; Arnarfjörð- ur, Ísafjarðardjúp, Húnaflói og Öxarfjörður. Frá og með 1988 voru togstöðvarnar staðlaðar og voru eftir það þær sömu ár eftir ár. Skagafjörður bættist við árið 1988 og loks Skjálfandi árið 1990. Frá og með árinu 1988 var einnig farið að flokka eldri þorsk og ýsu í stærðarflokka sem svara til aldursflokkanna eins og tveggja ára. Í þessum rækjukönn- unum er magn núll og eins árs þorsks og ýsu vel ákvörðuð, en 2 ára lakar þar sem lengdardreifing er farin að renna saman við eldri aldurshópa. Í öllum öðrum könn- unum sem hér er vitnað til, liggja hins vegar nákvæmar aldursgrein- ingar til grundvallar.Vísitölurnar í rækjukönnununum eru fjöldi fisks á togtíma eftir stærðarflokk- um sem svara til aldursflokka. Vísitalan á hverju ári er útreiknuð sem meðaltal allra fjarðanna og er það vegið með flatarmáli athug- unarsvæðis á hverjum firði. Fimmta könnunin er stofnmæl- ing botnfiska að vori (SMB) sem farinn hefur verið ár hvert frá 1985. Hér er notað sama veiðar- færi og í SMH. Togstöðvar eru einnig margar hverjar þær sömu, en í SMB eru svokallaðar djúp- stöðvar þó mun færri en stöðvar á landgrunninu ofan 300 m dýptar mun fleiri. Síðar á æviskeiðinu veiðist þorskurinn svo áfram í öllum þessum leiðöngrum nema í seiða- leiðangrinum. Fram að 2 ára aldri fást því samtals 11 vísitölur á stærð hvers þorskárgangs, þrjár sem 0-grúppa, fjórar sem 1 árs fiskur og fjórar sem 2 ára fiskur. Aldursskiptar vísitölur þorsks og ýsu úr seiðaleiðangri, SMGh og SMGv eru birtar í töflum 1 og 2 en vísitölur úr SMH og SMB er að finna í fjölriti Hafrannsókna- stofnunarinnar nr. 88 (2002). Í töflum 1 og 2 eru til fróðleiks einnig sýndar vísitölur þorsks og ýsu sem eru eldri en 2 ára (3+). Nánari greining á þeim tölum verður þó að bíða betri tíma. Á mynd 1 eru sýndar togstöðv- ar í öllum könnunum sem vitnað er til í þessari grein. Svo sem sjá má ná rækjukannanirnar yfir til- tölulega lítil svæði miðað við hin- ar kannanirnar. Stöðvanetið er aft- ur á móti mjög þétt þar. Allar tölur úr ofangreindum leiðöngrum eru einungis vísitöl- ur, þ.e. þær gera okkur kleift að bera saman fjölda fiska milli ára, en segja ekki til um heildarfjölda fiska sem í sjónum er. Hafrann- sóknastofnunin gerir hinsvegar árlega úttekt á fiskstofnum í kringum landið (Hafrannsókna- stofnunin 2002), þar sem aldurs- greind gögn úr afla eru notuð til að meta heildarfjölda ýmissa fisk- Heiti Seiðal. SMGh SMB SMGv SMGh SMGv SMGh SMGv SMGh 0-gr. 0-gr. 1 árs 1 árs 1 árs 2 ára 2 ára 3+ 3+ 1978 116 455,6 1979 11 90,0 1980 64 222,9 1981 12 257,4 1982 2 77,5 1983 25 25,2 1984 71 112,3 1985 51 522,1 28,2 1986 19 215,8 124,0 1987 4 343,5 22,2 1988 19 333,9 15,8 2,9 3,6 3,9 1989 23 290,9 10,6 37,0 4,1 0,0 10,2 0,0 16,6 1990 21 411,3 70,5 36,3 25,4 1,2 6,3 0,1 4,5 1991 5 165,8 89,7 59,2 200,3 0,7 15,4 1,2 6,9 1992 5 54,1 18,1 20,0 16,2 7,5 140,3 2,2 37,7 1993 20 173,0 30,2 5,6 2,5 0,0 50,3 4,1 22,2 1994 11 72,5 56,6 17,1 2 0,2 6,0 1,0 11,3 1995 22 166,3 35,4 1,3 0,4 0,0 5,3 1,2 7,9 1996 12 103,6 91,8 22,6 7,9 0,0 2,0 0,2 22,1 1997 26 186,0 8,7 10,7 1,3 1,2 6,0 3,6 8,4 1998 95 357,7 23,8 35,2 50,2 1,1 5,0 7,9 11,9 1999 320 298,5 82,9 105,3 56,6 7,3 30,9 3,6 7,4 2000 163 458,9 62,7 264,2 181,7 19,9 94,8 12,0 47,4 2001 22 97,9 81,4 402,1 238,1 21,1 148,6 52,0 80,7 2002 630 236,4 21,7 16,5 101,4 42,1 228,3 35,7 129,2 2003 496,6 14,0 189,0 Tafla 2. Aldursskiptar fjöldavísitölur ýsu í seiðaleiðöngrum og rækjustofnmælingum. Skammstafanir eru skýrðar í texta. Ártölin eiga við árið þegar árgangurinn er mældur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.