Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 17

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 17
17 F R É T T I R Norðanfiskur ehf., sem var í eigu Kjarnafæðis á Akureyri og Jóhanns Gunnars Sævarssonar, hefur á skömmum tíma sett á innanlandsmarkað breiða vöru- línu fullunninna sjávarafurða. Vöruþróun hefur verið samstarfs- verkefni Norðanfisks og Útgerð- arfélags Akureyringa. Öflugt fullvinnslufyrirtæki Með flutningi á Norðanfiski til Akraness urðu þær eignarbreyt- ingar á fyrirtækinu að Kjarnafæði og Jóhann Gunnar Sævarsson eignuðust 50% í hinu sameinaða félagi en Brim eignaðist 50% hlut. Hlutur Brims í hinu sam- einaða félagi er annars vegar Ís- lenskt fransk eldhús, sem hefur verið hluti af rekstri Haraldar Böðvarssonar á Akranesi og hins vegar brauðunarlína Útgerðarfé- lags Akureyringa. Þar með verður komið undir eitt þak, þar sem Ís- lenskt franskt var áður, eitt öflugt fyrirtæki í fullvinnslu sjávaraf- urða fyrir neytendamarkað, bæði hér innanlands og erlendis. Í brauðunarlínu ÚA hefur fisk- ur verið forsteiktur og brauðaður fyrir bæði erlendan og innlendan markað. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Brims, segir eðlilegt að sameina þessa vinnslu annarri fullvinnslu innan Brims, að því ógleymdu að stór hluti af þeim fiski sem hefur verið brauðaður á Akureyri er karfi og nú hefur öll karfavinnsla færst frá Akureyri til Akraness, en þorskvinnslan verið efld á Akureyri á móti. Guð- brandur segir að þessi tilfærsla á brauðunarlínu ÚA til Akraness hafi engar breytingar í for með sér á starfsmannafjölda ÚA á Ak- ureyri. Þekkt vörumerki erlendis Íslenskt franskt eldhús hefur í mörg undanfarin ár þróað ýmis- konar sjávarréttapaté fyrir neyt- endamarkað erlendis. Þessar vörur hafa skapað sér nafn á markaðn- um undir vöruheitinu Chief’s Style. Þessari framleiðslu verður haldið áfram undir þessum merkjum, eins og áður sgir. Stóraukin velta Ragnar Hjörleifsson, sem árum saman starfaði hjá Eðalfiski í Borgarnesi, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Norðanfisks. Sölu- og markaðsstjóri verður hins vegar Jóhann Gunnar Sæv- arsson og flyst hann frá Akureyri til Akraness. Allir starfsmenn Ís- lensks fransks munu starfa að hinu nýja fyrirtæki og er gert ráð fyrir að þeir verði um tuttugu til að byrja með. Velta hins nýja fyr- irtækis mun væntanlega fjórfald- ast miðað við veltu Íslensks fransks. Rekstrarhæfari eining Ragnar Hjörleifsson segir í sam- tali við Ægi að í sameiningu þessara þriggja framleiðsluþátta sé augljóslega fólgin mikil hag- ræðing. „Með þessu tel ég að við séum að búa til mun rekstrarhæf- ari einingu. Þetta er afar spenn- andi verkefni sem ég hlakka til að takast á við. Við munum kapp- kosta að þjóna áfram innanlands- markaði, bæði verslunum og mötuneytum, með vörur Norðan- fisks og við munum áfram sinna þeim mörkuðum erlendis sem ÚA hefur fyrir brauðaðar afurðir og Íslenskt franskt hefur aflað sér á undanförnum árum. Ég hef mikla trú á því að þetta fyrirtæki eigi eftir gera góða hluti og það verður gaman að takast á við þetta verkefni,“ segir Ragnar og gerir ráð fyrir að í ágúst verði öll hjól farin að snúast af fullum krafti hjá Norðanfiski ehf. á Akranesi. Norðanfiskur flyst til Akraness og eflir starfsemi sína: Hef trú á að við eigum eftir að gera góða hluti - er mat Ragnars Hjörleifssonar, framkvæmdastjóra Aukinn kraftur verður settur í fullvinnslu sjáv- arafurða innan Brims-samstæðunnar með flutningi á Norðanfiski ehf. á Akureyri til Akraness, en þar hefur starfsemi Norðanfisks verið sameinuð rekstri Íslensks fransks eldhúss (ÍFE) og verður fyrirtækið rekið undir nafni Norðanfisks. Áfram mun Norðanfiskur þó framleiða framleiðsluvörur Íslensks fransks eldhúss undir vörumerki þess. Norðanfiskur framleiðir áfram vörur frá Íslensku frönsku eldhúsi undir sömu vörumerkjum og IFE gerði áður, en þessar vörur eru orðnar mjög vel þekktar víða erlendis.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.