Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 20

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 20
20 N Ý T Æ K N I Fyrsta kerfið í heiminum Árni Marinósson, framkvæmda- stjóri Elcon, segir hugmyndina að þessu línukerfi, sem hann segir vera það fyrsta í heiminum og sé því tvímælalaust byltingarkennd þróun í tæknibúnaði við línuveið- ar, komna frá skipstjórum á línu- veiðiskipum Vísis í Grindavík. Árni segir hugmyndir þeirra hafa verið mjög áhugaverðar og málið hafi þróast þannig að hann hafi sett sig í samband við aðila í Hollandi sem skrifaði þær tölvu- lausnir sem búi að baki kerfinu. Öruggur og einfaldur búnaður Árni segir þennan búnað mjög öruggan og einfaldan í allri notk- un og hann bjóði upp á mikla möguleika í úrvinnslu gagna og geymslu þeirra. Þannig sé vistun gagnanna alsjálfvirk og ekki þurfi að hafa áhyggjur af því að þau glatist eins og hafi í mörgum til- fellum gerst til þessa. Hann segir að búnaðurinn auðveldi skip- stjórnarmönnum mjög vinnuna við línuveiðarnar og sýni viðkom- andi fljótt og örugglega hvar í línulögninni fiskurinn hafi gefið sig. Búnaðurinn heldur utan um línulögnina og ferlar hana inn á skjáinn með myndrænni fram- setningu, með upphafsflaggi, millibólsmerkjum og endaflaggi ásamt því að ferla upp línulögn- ina. „Það tæknilegasta við þennan búnað er,“ segir Árni, „hvernig framsetningin á línugögnunum er meðan á línudrættinum stendur. TRAX-línukerfið birtir á skjá fjölda öngla, fjölda fiska með sér- stökum litakóta, bjóða- eða rekkaskil og línuslit og færir síð- an jafnhliða inn í skrá, ásamt öðr- um nýtilegum gögnum eins og staðsetningu, dýpi, sjávarhita, veðurfar, sjávarföll o.fl. Öll þessi gögn sem tilheyra línulögn eða línudrætti eru geymd á aðgengi- legum stað í kerfinu og er auðvelt að sækja þau til notkunar eða skoðunar hvenær sem er,“ segir Árni. Og hann bætir við: „Til- gangurinn með TRAX-línukerf- inu er einfaldlega sá að auðvelda skipstjórnarmönnum vinnu við línuveiðarnar og allt aðgengi að þeim ómetanlegu gögnum sem safnast hafa en ekki verið að- gengileg fram til þessa. Á langri lögn geta menn nú séð á auga- bragði á skjá hvaða „bjóð“ eða „rekki“ var að gefa best. Ég tel því að kerfið geti sparað mikinn tíma og aukið veiðilíkur á þann hátt að hægt er að leggja línuna á það svæði þar sem fiskurinn gaf sig á línuna.“ Prufukeyrt á þremur línuveiðiskipum Vísis Eins og áður segir eiga skip- stjórnarmenn á línuveiðiskipum Vísis í Grindavík hugmyndina að umræddu línukerfi. Kerfið hefur verið reynslukeyrt um borð í þremur skipum Vísis; Sighvati Elcon ehf. í Reykjavík setur á markaðinn byltingarkennda lausn í línuveiðum: Fyrsti línuveiðiplotterinn í heiminum Undanfarin fjögur ár hefur sölu- og þjónustu- fyrirtækið Elcon ehf. í Reykjavík unnið að því að þróa svokallað tölvuplotter, sem er aðhæfð- ur línuveiðum. Þessi lausn, sem markar tíma- mót í línuveiðum í heiminum, er fyrir báta og skip sem stunda línuveiðar með bjóð eða rekka og getur kerfið tengst LineTec kerfinu frá Vaka-DNG og er þá alsjálfvirkt og stjórnast af öllum þeim aðgerðum sem framkvæmdar eru á LineTec búnaðinn. Einnig hefur Elcon þróað búnaðinn fyrir smábáta. Árni Marinósson, framkvæmdastjóri Elcon. Mynd: Sverrir Jónsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.