Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 28

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 28
28 F R É T T I R Ótrúlega skammur byggingartími Sérstaka athygli vakti hversu skamman tíma tók að byggja húsið sem hýsir þvottastöðina, en aðeins liðu um þrír mánuðir frá því bygging þess hófst, þar til þvottastöðin var opnuð. Bygg- ingaverktaki hússins var G. Ár- mannsson á Egilsstöðum, Rafmar á Reyðarfirði sá um raflagnir og hönnun hússins og eftirlit var í höndum Hönnunar. Það voru síð- an Vélaverkstæði Björns og Kristjáns á Reyðarfirði og G. Skúlason í Neskaupstað sem komu fyrir tækjabúnaði. Fjölmenni við opnunina Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnaði stöð- ina formlega og sagði við það tækifæri að þvottastöðin væri dæmigert verkefni sem þróaðist í kjölfar uppbyggingar á stóriðn- aði, fiskeldinu á Austurlandi í þessu tilfelli. Benti hún á að þró- un eins og þessi ætti örugglega eftir að sjást enn frekar á Austur- landi í kjölfar uppbyggingar á stóriðju í fjórðungnum. Fjöldi fólks var við opnun þvottastöðv- arinnar, alþingismenn, framá- menn í íslenskum sjávarútvegi og forsvarsmenn austfirskra sveitar- félaga og fyrirtækja. Sérhæft fyrirtæki í fiskeldisþjónustu „Netagerð Friðriks Vilhjálmsson- ar hefur, frá því haustið 2000, sérhæft sig í þjónustu við fiskeldi og byggt upp heildar þjónustu við fyrirtæki í þessari mjög svo vaxandi atvinnugrein,“ segir Jón Einar Marteinsson. „Til þessa hafa meginþættir fiskeldisþjónustunn- ar hjá okkur falist í framleiðslu á netpokum og festingum fyrir eld- iskvíar, en opnun þvottastöðvar- innar nú er nokkurskonar enda- punktur á ríflega tveggja ára þró- unarferli. Stöðin er mjög full- komin og búin bestu fáanlegu tækjum, en er auk þess afar um- hverfisvæn og til dæmis er allt vatn sem kemur úr þvottinum hreinsað og notað aftur við þvott- inn. Við höfum þróað þessa starf- semi í samstarfi við norska fagað- ila og þannig er tryggt að sú þjónusta sem við veitum í þvotta- stöðinni er sambærileg við það besta sem gerist í heiminum í dag. Kostnaður Netagerðarinnar við uppbyggingu á þessari fisk- eldisþjónustu, ásamt byggingu þvottastöðvarinnar, er hátt í 100 milljónir króna,“ segir Jón Einar. Verulega aukin eftirspurn Ljóst er að mikill vöxtur verður í fiskeldi á Íslandi á næstu árum og þörfin fyrir þjónustu af þessu tagi mun vaxa í takt við vöxtinn í Fyrsta íslenska þvottastöðin fyrir fiskeldiskvíar Fyrirtækið er í dag orðið sér- hæft í þjónustu við fiskeldið – segir Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar hf. Tímamót urðu í fiskeldisiðnaðinum hér á landi þegar opnuð var fullkomin viðhalds- og þvottastöð fyrir fiskeldiskvíar á Reyðarfirði. Þvottastöðin, sem er í eigu Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar hf., er sú fyrsta sinnar tegund- ar á landinu og leysir úr brýnni þörf fyrir hreinsun og viðhald á netpokum fyrir eld- iskvíar. Þessa þjónustu hefur ekki verið hægt að annast hér á landi til þessa. Þvottastöðin er í eigu Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar hf. og er í ríflega 600 fermetra húsnæði á Reyðar- firði. Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri NFV, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra og Steindór Björnsson, fostöðumað- ur þvottastöðvarinnar, klippa á borðann og vígja stöðina formlega.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.