Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 32

Ægir - 01.05.2003, Blaðsíða 32
32 F R É T T I R Rækjan hefur verið að styrkja stöðu sína verulega á Bandaríkja- markaði síðustu árin. Þannig hef- ur neyslan tvöfaldast á síðustu fimmtán árum og er nú svo kom- ið að engin sjávarafurð er seld í meira magni í Bandaríkjunum, en rækja. Þetta kann að koma nokkuð á óvart í ljósi þess að stöðugt berast fréttir af þrenging- um í rækjuiðnaðinum á Íslandi. Verð á rækjumörkuðum Íslend- inga, sem fyrst og fremst eru í Bretlandi, hefur lengi verið mjög lágt og ekki eru fyrirsjáanlegar breytingar á því á næstunni. Ís- lendingar framleiða kaldsjávar- rækju, en ráðandi á markaði í Bandaríkjunum er hlýsjávarrækja og eldisrækja, sem hefur verið í verulegri sókn á síðustu misser- um. Hlýsjávar- og eldisrækja eru mun stærri en kaldsjávarrækjan. Fyrir röskum tuttugu árum var heildarneysla á rækju (rækja með skel) í Bandaríkjunum tæplega 200 þúsund tonn, á ári. Þar af var röskum 90 þúsund tonnum land- að í Bandaríkjunum, en um 110 þúsund tonn voru flutt inn. Þetta hefur nú snúist við. Árið 2001 nam rækjuneyslan í Bandaríkjun- um (miðað við rækju með skel) um 600 þúsund tonnum og þar af voru um 550 þúsund tonn flutt inn. „Meira en helmingur þessar- ar rækju kemur úr eldi og langstærsti hluti hennar kemur frá Asíu. Einnig er töluvert um innflutning á rækju frá löndum í Mið- og Suður-Ameríku,“ segir Magnús. Stærstu innflytjendur eru Thailand, Indland, Víetnam og Kína. Síðan koma Equador, Mexíkó, Brasilía, Indónesía og Venezuela. „Vægi Thailands hef- ur heldur minnkað, en að sama skapi er Kína mjög að sækja í sig veðrið,“ segir Magnús. Mest af þeirri rækju sem er landað í Bandaríkjunum er veidd í Mexíkóflóanum. Mikil neysla á rækju Magnús segir að þeir sem kaupi rækju séu í stórum dráttum þeir sömu og kaupi bolfiskafurðir. Því megi ótvírætt segja að það styrki sölukerfi Icelandic USA verulega að hafa með kaupum á Ocean to Ocean Seafood tengst rækjumark- aðnum. „Af sjávarafurðum er hér mest neytt af rækju og hana er oftast að finna á matseðlum veit- ingahúsa. Með því að fara inn í rækjuiðnaðinn getum við boðið rækju til viðbótar við þá vöru sem við erum þekktir fyrir hér. Í mín- um huga er enginn vafi á því að hún eflir sölukerfi okkar verulega og styrkir sölu á bolfiskafurðum,“ segir Magnús ennfremur og bætir við að ljóst sé að verksmiðja Icelandic USA muni fullvinna rækju, m.a. brauða hana og for- steikja fyrir veitingahúsageirann. Áfram sjálfstætt fyrirtæki Rækja er nokkuð dýr afurð í Bandaríkjunum. Heildsöluverð er um fimm dollarar á pundið, sam- anborið við um hálfan fjórða doll- ara fyrir pundið af þorskafurðum. „Villta rækjan var töluvert dýrari hér, en verðmunur á villtri rækju og eldisrækju hefur minnkað verulega. Miklar framfarir hafa orðið í eldi rækju og gæði hennar hafa aukist verulega. Þetta gerir það að verkum að eldisrækjan hefur stöðugt verið að styrkja stöðu sína.“ Ocean to Ocean Seafood hefur í gegnum tíðina fyrst og fremst selt rækju til smásöluverslana. Þessari stefnu verður áfram fylgt, en sterk tengsl Icelandic USA við veitingahúsageirann gera það að verkum að vonir eru bundnar við að rækjuafurðir eigi greiðari leið inn í veitingahúsin. Kaup Icelandic USA á Ocean to Ocean Seafood í Bandaríkjunum: Mun styrkja okkar sölukerfi Icelandic USA Inc., dótturfélag SH í Bandaríkjunum, hefur keypt allar eignir Ocean to Ocean Seafood í Virginia Beach, sem er tuttugu ára gamalt fyrirtæki og er eitt af leiðandi fyrirtækjum í innflutningi og sölu á rækju og öðrum skelfiski í Bandaríkjunum. Magnús Gústafsson, forstjóri Icelandic USA, segir þessi kaup styrkja sölustarfsemi Icelandic USA, jafnframt því sem um sé að ræða góða fjárfestingu. Magnús Gústafsson, forstjóri Icelandic USA.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.